Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2776 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Má ég heita fjórum nöfnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...

category-iconVísindi almennt

Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?

Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi? Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fugl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Jón Karl Helgason stundað?

Jón Karl Helgason er prófessor í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað viðtökusögu íslenskra fornbókmennta, menningarlega þjóðardýrlinga í Evrópu, sjálfsögur, og ýmsar forvitnilegar hliðar á íslenskri menningarsögu tuttugustu aldar. Á síðustu árum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?

Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...

category-iconEfnafræði

Af hverju breytast egg við suðu?

Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg eru öll dýr heimsins?

Ef átt er við tegundafjölda þá er því til að svara að þekktar eru 1,5 milljónir dýrategunda í heiminum um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að flestar tegundir stærri dýra séu þekktar. Áætlanir benda til að heildarfjöldi tegunda geti verið milli 10 og 80 milljónir. Skordýrafræðingurinn Terry Erwin safnaði li...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?

Á Íslandi hafa fundist tólf tegundir ánamaðka sem lifa í mismunandi vist í jarðvegi. Hér á landi finnast smávaxnar dökkar tegundir sem lifa á og við yfirborð jarðvegs, grafa ekki göng en æxlast og éta á yfirborðinu. Einnig finnast hér nokkuð stórar ljósleitar tegundir sem halda sig meira og minna niðri í jarðve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?

Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt: Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96) Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandle...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr því að lögð eru gjöld á tóma geisladiska vegna afritunar, er þá löglegt að fá lánaða tónlistardiska og afrita þá?

Það er löglegt að afrita tónlistardiska til eigin nota, en ef menn ætla að lánaða diska til afritunar flokkast það undir lögbrot. Orðrétt segir í 11. grein höfundalaga:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers er millikælir í dísilvélum?

Til að auka afl dísilvélar er algengt að nota túrbínuforþjöppu (e. turbocharger) til að pressa loftið sem fer inn á vélina. Þannig kemst meira loft inn á vélina í hverjum snúningi. Ef vélin fær meira loft er hægt að brenna meira eldsneyti í hverri sprengingu og þá eykst afl vélarinnar. Túrbínuforþjappan notar útbl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?

Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum. Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins...

category-iconHugvísindi

Hvað er víkingaöld?

Eins og fram kemur í svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? þá er víkingaöld tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e.Kr. Í svari Orra segir enn fremur að víkingaöldin hafi í fyrstu einkennst af:ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyju...

category-iconLandafræði

Hvað er langt á milli Egilsstaða og Reykjavíkur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er langt í km á milli Egilsstaða og Reykjavíkur (bæði norður- og suðurleið)? Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið, meðal annars upplýsingar um vegalengdir á milli staða. Þar kemur fram að vegalengdin á milli Egil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?

Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...

Fleiri niðurstöður