Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers er millikælir í dísilvélum?

HG

Til að auka afl dísilvélar er algengt að nota túrbínuforþjöppu (e. turbocharger) til að pressa loftið sem fer inn á vélina. Þannig kemst meira loft inn á vélina í hverjum snúningi. Ef vélin fær meira loft er hægt að brenna meira eldsneyti í hverri sprengingu og þá eykst afl vélarinnar. Túrbínuforþjappan notar útblástursloftið frá vélinni til þess að snúa túrbínu. Þessi túrbína knýr síðan loftþjöppu sem pressar loftið sem fer inn á vélina.



Millikælir

Í dísilvélum með túrbínuforþjöppu er millikælir (e. intercooler) notaður til auka enn afl vélarinnar. Loft hitnar þegar því er þjappað saman og því er loftið sem kemur út úr túrbínuforþjöppunni frekar heitt. Heitt loft er ekki eins þétt og kalt loft við sama þrýsting. Ef þéttleiki loftsins væri meiri kæmust fleiri loftsameindir inn á vélina í einu og aflið yrði enn meira. Því er hagkvæmt að auka þéttleika loftsins sem kemur frá forþjöppunni með því að kæla það í millikæli áður en það fer inn á vélina.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Bílasíðan cars.ign.com

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

15.6.2004

Spyrjandi

Guðmundur Kr. Haraldsson, f. 1992

Tilvísun

HG. „Til hvers er millikælir í dísilvélum?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4350.

HG. (2004, 15. júní). Til hvers er millikælir í dísilvélum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4350

HG. „Til hvers er millikælir í dísilvélum?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4350>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers er millikælir í dísilvélum?
Til að auka afl dísilvélar er algengt að nota túrbínuforþjöppu (e. turbocharger) til að pressa loftið sem fer inn á vélina. Þannig kemst meira loft inn á vélina í hverjum snúningi. Ef vélin fær meira loft er hægt að brenna meira eldsneyti í hverri sprengingu og þá eykst afl vélarinnar. Túrbínuforþjappan notar útblástursloftið frá vélinni til þess að snúa túrbínu. Þessi túrbína knýr síðan loftþjöppu sem pressar loftið sem fer inn á vélina.



Millikælir

Í dísilvélum með túrbínuforþjöppu er millikælir (e. intercooler) notaður til auka enn afl vélarinnar. Loft hitnar þegar því er þjappað saman og því er loftið sem kemur út úr túrbínuforþjöppunni frekar heitt. Heitt loft er ekki eins þétt og kalt loft við sama þrýsting. Ef þéttleiki loftsins væri meiri kæmust fleiri loftsameindir inn á vélina í einu og aflið yrði enn meira. Því er hagkvæmt að auka þéttleika loftsins sem kemur frá forþjöppunni með því að kæla það í millikæli áður en það fer inn á vélina.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Bílasíðan cars.ign.com...