Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1835 svör fundust
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hvernig var íslenski fáninn um 1918?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um sögu íslenska fánans og margir hafa einnig áhuga á að vita hvað blái liturinn í fánanum eigi að tákna. Hér er öllum þessum spurningum svarað. Hægt er að skoða spurningarnar í heild sinni neðst í þessu svari. Hin svonefndu sambandslög tóku gildi 1. desember 1918 en með þeim...
Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...
Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?
Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest. Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stu...
Hvernig var blekið búið til sem notað var við skriftir handritanna?
Blek er litarefni í vökvaformi og hefur sem slíkt verið notað í aldaraðir til að skrifa með og teikna. Bleki má skipta í tvo megin flokka sótblek (kolefnablek) og sútunarsýrublek. Notkun á bleki má upphaflega rekja til Kína og Egyptalands frá því um 2500 f.Kr. Blekið sem þar var notað var gert úr sóti og/eða ös...
Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?
Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...
Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?
Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...
Hvað eru fornleifar?
Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur. Hlutir...
Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast. Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, ...
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?
Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...
Hvaða bergtegundir finnast í Viðey og hvað getur jarðfræðin sagt um okkur um sögu eyjunnar?
Viðey hefur verið sögustaður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar var klaustur reist á 13. öld og eyjan kom mikið við sögu á tímum siðaskiptanna. Rétt upp af núverandi bátalægi standa einar elstu byggingar landsins, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, byggðar upp úr miðri átjándu öld. Austast á eyjunni byggðist upp lítið ...
Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?
Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'. Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnug...
Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?
Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin. Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Rey...