Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 961 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?

Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconEfnafræði

Hvernig virkar litrófsgreinir?

Litrófsgreinir (e. spectrophotometer) er almennt heiti yfir tæki sem mælir styrk ljóss (rafsegulbylgna) eftir bylgjulengdum, ýmist fyrir ljómun (e. emission) eða gleypni (e. absorption) efna. Slík tæki eru mismunandi að gerð eftir því hvort um er að ræða ljómunar- eða gleypnimælingar og háð því um hvaða litrófssv...

category-iconHugvísindi

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?

Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商&#...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?

Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er gersveppur?

Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga. Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur Hulk hoppað út í geim?

Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið verkfall?

Verkföll í nútímaskilningi eru samofin baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum, sem mótaðist með stofnun og starfi verkalýðsfélaga í iðnríkjum Vesturlanda á 19. öld. Orðið verkfall sem heiti á þessari baráttuaðferð kemur fram í rituðum heimildum seint á 19. öld ef marka má ritmálssafn Orðabókar ...

category-iconLandafræði

Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?

Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hverni...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum mi...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?

Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf við HÍ starfaði hann sem lektor við Félags- og lagadeild og síðar Kennaradeild Háskólans á Akureyri árin 2005-2007. Við HÍ hefur hann byggt upp BA-námsleið kínverskra fræða og kennir þar meðal annars námskeið um kínverska ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf. Í fjölsky...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?

Augu okkar skynja dagsbirtu með sérstökum skynfrumum. Þessar frumur eru með litarefni sem brotnar niður við tiltekna orku ljóseinda í sýnilega ljósinu (400-700 nm) og við það fara af stað taugaboð. Stafir og keilur eru skynnemarnir sem koma að venjulegri sjónskynjun okkar. Frá þeim fara boð um ljós til heilabarkar...

Fleiri niðurstöður