Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni.

Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hvernig hún er tilkomin og henni viðhaldið. Líffræðilega fjölbreytni má sjá á mörgum stigum, frá fjölbreytileika erfðaefnis innan tegunda til fjölbreytileika vistkerfa. Rannsóknir Bjarna hafa beinst að fjölbreytni smádýrasamfélaga í lindarbúsvæðum og grunnvatni og innan tegunda ferskvatnsfiska.

Bjarni rannsakar nú hvernig megi tengja vistfræðilega þætti við eðli og uppruna líffræðilegrar fjölbreytni.

Spurningin sem Bjarni og samstarfsmenn hans leita svara við, er hvernig tengja megi umhverfisþætti, svo sem hitastig, súrefni, fæðu, samkeppni, afrán og búsvæðagerð, við eðli og uppruna líffræðilegrar fjölbreytni. Til að svara þessu hefur verið beitt ólíkum aðferðum, til dæmis beinum mælingum og sýnatökum í náttúrunni, sem og eldistilraunum. Sjónum er beint að erfðabreytileika, þroska og þroskaferlum, breytileika í útliti, lífeðlisfræði og atferli, auk fjölbreytileika fæðu, tegundasamsetningu smádýrasamfélaga og uppbyggingu og eiginleikum fæðuvefja. Niðurstöður rannsóknanna hafa sýnt að umhverfisþættir móta líffræðilega fjölbreytni á margvíslegan hátt, og algengt er að sjá hliðstæða svörun hjá ólíkum stofnum og/eða á aðskildum svæðum. Þetta sýnir mikilvægi þess að horfa heildstætt á vistkerfi - frá fjölbreytni innan tegunda til fjölbreytni samfélaga - þegar unnið er að áætlunum um nýtingu og verndun náttúrunnar.

Bjarni er fæddur 1971 og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1991. Hann lauk BS-prófi í líffræði 1994 og 4. árs verkefni í sjávarlíffræði 1997 frá Háskóla Íslands. Árið 2001 lauk Bjarni meistaranámi frá Háskólanum í Guelph í Kanada og doktorsnámi í dýrafræði frá sama skóla 2008. Bjarni hóf störf við Hólaskóla árið 1998 og voru framhaldsnámsverkefni hans unnin undir leiðsögn Skúla Skúlasonar prófessors. Árið 2007 var Bjarni skipaður dósent og prófessor árið 2011. Síðan 2010 hefur Bjarni verið deildarstjóri Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.

Bjarni ásamt Camille Leblanc, sem er lektor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.

Bjarni hefur skrifað fjölmargar vísindagreinar og bókakafla í erlend og innlend fræðirit og bækur. Hann hefur lýst tveimur nýjum tegundum grunnvatnsmarflóa. Bjarni fékk Brock Doctoral Scholarship við Háskólann í Guelph en hann er hæsti styrkur sem veittur er við skólann. Bjarni fékk viðurkenningu Líffræðifélags Íslands árið 2011 fyrir gott upphaf á starfsferli. Bjarni hefur leiðbeint nemendum á meistara- og doktorsstigi.

Myndir:
  • © Skúli Skúlason.

Útgáfudagur

21.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75649.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75649

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75649>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?

Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni.

Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hvernig hún er tilkomin og henni viðhaldið. Líffræðilega fjölbreytni má sjá á mörgum stigum, frá fjölbreytileika erfðaefnis innan tegunda til fjölbreytileika vistkerfa. Rannsóknir Bjarna hafa beinst að fjölbreytni smádýrasamfélaga í lindarbúsvæðum og grunnvatni og innan tegunda ferskvatnsfiska.

Bjarni rannsakar nú hvernig megi tengja vistfræðilega þætti við eðli og uppruna líffræðilegrar fjölbreytni.

Spurningin sem Bjarni og samstarfsmenn hans leita svara við, er hvernig tengja megi umhverfisþætti, svo sem hitastig, súrefni, fæðu, samkeppni, afrán og búsvæðagerð, við eðli og uppruna líffræðilegrar fjölbreytni. Til að svara þessu hefur verið beitt ólíkum aðferðum, til dæmis beinum mælingum og sýnatökum í náttúrunni, sem og eldistilraunum. Sjónum er beint að erfðabreytileika, þroska og þroskaferlum, breytileika í útliti, lífeðlisfræði og atferli, auk fjölbreytileika fæðu, tegundasamsetningu smádýrasamfélaga og uppbyggingu og eiginleikum fæðuvefja. Niðurstöður rannsóknanna hafa sýnt að umhverfisþættir móta líffræðilega fjölbreytni á margvíslegan hátt, og algengt er að sjá hliðstæða svörun hjá ólíkum stofnum og/eða á aðskildum svæðum. Þetta sýnir mikilvægi þess að horfa heildstætt á vistkerfi - frá fjölbreytni innan tegunda til fjölbreytni samfélaga - þegar unnið er að áætlunum um nýtingu og verndun náttúrunnar.

Bjarni er fæddur 1971 og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1991. Hann lauk BS-prófi í líffræði 1994 og 4. árs verkefni í sjávarlíffræði 1997 frá Háskóla Íslands. Árið 2001 lauk Bjarni meistaranámi frá Háskólanum í Guelph í Kanada og doktorsnámi í dýrafræði frá sama skóla 2008. Bjarni hóf störf við Hólaskóla árið 1998 og voru framhaldsnámsverkefni hans unnin undir leiðsögn Skúla Skúlasonar prófessors. Árið 2007 var Bjarni skipaður dósent og prófessor árið 2011. Síðan 2010 hefur Bjarni verið deildarstjóri Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.

Bjarni ásamt Camille Leblanc, sem er lektor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.

Bjarni hefur skrifað fjölmargar vísindagreinar og bókakafla í erlend og innlend fræðirit og bækur. Hann hefur lýst tveimur nýjum tegundum grunnvatnsmarflóa. Bjarni fékk Brock Doctoral Scholarship við Háskólann í Guelph en hann er hæsti styrkur sem veittur er við skólann. Bjarni fékk viðurkenningu Líffræðifélags Íslands árið 2011 fyrir gott upphaf á starfsferli. Bjarni hefur leiðbeint nemendum á meistara- og doktorsstigi.

Myndir:
  • © Skúli Skúlason.

...