Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf við HÍ starfaði hann sem lektor við Félags- og lagadeild og síðar Kennaradeild Háskólans á Akureyri árin 2005-2007. Við HÍ hefur hann byggt upp BA-námsleið kínverskra fræða og kennir þar meðal annars námskeið um kínverska sögu, trúarbrögð, heimspeki og kvikmyndalist. Hann var forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa frá 2008 til 2012.

Geir er heimspekingur að mennt og snúast allar rannsóknir hans um heimspeki, einkum kínverska heimspeki og sér í lagi konfúsíanisma. Bók hans, Confucian Propriety and Ritual Learning: A Philosophical Interpretation, kom út hjá State University of New York Press árið 2015 en árið 2018 vann hún til bókaverðlauna bandarísku menntasamtakanna Society of Professors of Education. Í bókinni leitast Geir við að sýna fram á að konfúsíanismi eigi fullt erindi við samtímann, jafnvel samtíma Vesturlanda, sé hann fyrst og fremst skilinn sem menntaheimspeki með áherslum sínum á sjálfsrækt, hefðir og sköpunargáfu. Í bókinni setur hann jafnframt fram heildstæðar hugmyndir um gildi, lífsmáta og samlífi fólks í samtímanum með hliðsjón af blöndu asískra og vestrænna nálgana. Þannig er bókin skýrandi og boðandi í senn. Henni er ætlað að vera aðgengileg og henta vel til að skilja hvað konfúsíanismi gengur út á en er jafnframt skipuleg hugleiðing um gott, gefandi og ábyrgt líf í samfélagi við aðra og heilbrigðan sjálfsskilning.

Geir er heimspekingur að mennt og snúast allar rannsóknir hans um heimspeki, einkum kínverska heimspeki og sér í lagi konfúsíanisma.

Einnig hefur Geir beint sjónum sínum að endurkomu konfúsíanisma í Kína í samtímanum og skrifað greinar sem leitast við að skilja þetta ferli í heimspekilegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Hann hefur jafnframt skrifað nokkrar greinar um daoisma og þá lífssýn sem þar er að finna og fæst nú við gerð íslenskrar þýðingar á hinu fornfræga riti Um herstjórnarlistina eftir Sunzi. Loks hefur hann nýverið hafist handa á rannsóknarverkefni þar sem gerður er samanburður á mismunandi menningarlegum viðhorfum til öldrunar og dauða og hyggst þar einkum leita fanga í heimspekilegum textum í vestri jafnt sem annars staðar í heiminum. Meginmarkmiðið er að draga fram í dagsljósið hið bitastæða úr þessum textum og læra þannig af þeim fyrir samtíma okkar en segja má að markmið þetta sé ákveðið leiðarstef í rannsóknum Geirs.

Geir er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann við Sund árið 1988. Árið 1994 lauk hann BA-gráðu í heimspeki og félagsfræði við HÍ. Hann lauk MA-gráðu í heimspeki við University College Cork á Írlandi árið 1997, lagði stund á kínverskunám við Christian-Albrechts-Universität í Kiel í Þýskalandi 1998-1999 og hóf doktorsnám í heimspeki við University of Hawaii at Manoa árið 1999. Hann varði doktorsritgerð sína árið 2004 en lagði í millitíðinni stund á kínversku- og heimspekinám við Renmin-háskóla í Beijing í Kína árin 2001-2003.

Mynd:

  • Úr safni GS.

Útgáfudagur

21.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75835.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. maí). Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75835

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?
Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf við HÍ starfaði hann sem lektor við Félags- og lagadeild og síðar Kennaradeild Háskólans á Akureyri árin 2005-2007. Við HÍ hefur hann byggt upp BA-námsleið kínverskra fræða og kennir þar meðal annars námskeið um kínverska sögu, trúarbrögð, heimspeki og kvikmyndalist. Hann var forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa frá 2008 til 2012.

Geir er heimspekingur að mennt og snúast allar rannsóknir hans um heimspeki, einkum kínverska heimspeki og sér í lagi konfúsíanisma. Bók hans, Confucian Propriety and Ritual Learning: A Philosophical Interpretation, kom út hjá State University of New York Press árið 2015 en árið 2018 vann hún til bókaverðlauna bandarísku menntasamtakanna Society of Professors of Education. Í bókinni leitast Geir við að sýna fram á að konfúsíanismi eigi fullt erindi við samtímann, jafnvel samtíma Vesturlanda, sé hann fyrst og fremst skilinn sem menntaheimspeki með áherslum sínum á sjálfsrækt, hefðir og sköpunargáfu. Í bókinni setur hann jafnframt fram heildstæðar hugmyndir um gildi, lífsmáta og samlífi fólks í samtímanum með hliðsjón af blöndu asískra og vestrænna nálgana. Þannig er bókin skýrandi og boðandi í senn. Henni er ætlað að vera aðgengileg og henta vel til að skilja hvað konfúsíanismi gengur út á en er jafnframt skipuleg hugleiðing um gott, gefandi og ábyrgt líf í samfélagi við aðra og heilbrigðan sjálfsskilning.

Geir er heimspekingur að mennt og snúast allar rannsóknir hans um heimspeki, einkum kínverska heimspeki og sér í lagi konfúsíanisma.

Einnig hefur Geir beint sjónum sínum að endurkomu konfúsíanisma í Kína í samtímanum og skrifað greinar sem leitast við að skilja þetta ferli í heimspekilegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Hann hefur jafnframt skrifað nokkrar greinar um daoisma og þá lífssýn sem þar er að finna og fæst nú við gerð íslenskrar þýðingar á hinu fornfræga riti Um herstjórnarlistina eftir Sunzi. Loks hefur hann nýverið hafist handa á rannsóknarverkefni þar sem gerður er samanburður á mismunandi menningarlegum viðhorfum til öldrunar og dauða og hyggst þar einkum leita fanga í heimspekilegum textum í vestri jafnt sem annars staðar í heiminum. Meginmarkmiðið er að draga fram í dagsljósið hið bitastæða úr þessum textum og læra þannig af þeim fyrir samtíma okkar en segja má að markmið þetta sé ákveðið leiðarstef í rannsóknum Geirs.

Geir er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann við Sund árið 1988. Árið 1994 lauk hann BA-gráðu í heimspeki og félagsfræði við HÍ. Hann lauk MA-gráðu í heimspeki við University College Cork á Írlandi árið 1997, lagði stund á kínverskunám við Christian-Albrechts-Universität í Kiel í Þýskalandi 1998-1999 og hóf doktorsnám í heimspeki við University of Hawaii at Manoa árið 1999. Hann varði doktorsritgerð sína árið 2004 en lagði í millitíðinni stund á kínversku- og heimspekinám við Renmin-háskóla í Beijing í Kína árin 2001-2003.

Mynd:

  • Úr safni GS.

...