Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?

Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Keri...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?

Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? kemur margt fróðlegt fram um heitavatnsnotkun Íslendinga. Þar má meðal annars lesa að það beið 20. aldar að Íslendingar leiddu heitt vatn í hús sín til upphitunar. Fyrstur mun hafa gert það Stefán B. Jónsson...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru einhverjar líkur á því að lóan komi með fuglaflensuna til Íslands?

Talið er að allar fuglategundir geti borið fuglaflensuveiruna í sér, einnig lóur. Enn er þó ekki vitað til þess að fuglaflensuveira hafi greinst í lóum. Þess vegna er ólíklegt að lóan verði fyrst til þess að bera veikina til Íslands. Það mun að minnsta kosti ekki gerast í ár, því lóurnar eru allar komnar til lands...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?

Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig stendur á því að fljótustu spretthlauparar heims eru nánast allir svartir?

Hlaupahraði hefur ekkert með húðlit að gera og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að margir sem eru ljósir á hörund, sem og menn af asískum uppruna, eru öskufljótir. Líklegasta ástæða þess að þeldökkir hlauparar eru að jafnaði fljótastir er að þeir hafa meira af hröðum vöðvafrumum en aðrir. Tvær aðaltegun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?

Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?

Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því lauf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?

Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?

Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...

category-iconHugvísindi

Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?

Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta? Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljó...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?

Jöklarnir verða til fyrir ofan snælínu þar sem snjór nær ekki að bráðna á sumrin. Þeir skríða þaðan niður fjallshlíðarnar þangað til svo hlýtt er orðið að allur ís, sem berst fram, bráðnar. Aðdráttarkraftur jarðar togar í ísinn sem er ekki nógu stífur og harður til þess að standa fastur og kyrr eins og fjöllin. St...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

Fleiri niðurstöður