Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður fyrir mótlæti á heimili, er þar hornreka og haft út undan.
Olnbogabarn er barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barni sem verður fyrir mótlæti á heimili.
Orðið þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. ,,fordast gód módir at hafa olnboga barn“ skrifaði til dæmis Björn Halldórsson í bókinni Arnbjørg æruprýdd dándiskvinna á Vestfjørdum Islands afmálar skikkun og háttsemi godrar hússmódur sem gefin var út 1843.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51742.
Guðrún Kvaran. (2009, 23. mars). Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51742
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51742>.