Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9751 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...

category-iconHugvísindi

Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hver stofnaði verslun með íþróttavörur hérlendis og notaði nafnplötu á seldum vörum, til dæmis skíðum, sem á stóð: „LH MÜLLER - Reykjavík“?Þetta var einfaldlega Verslun L.H. Müllers en hann var kaupmaður, norskrar ættar, og hafði verslun sína að Austurstræti 17 í húsi sem var r...

category-iconHeimspeki

Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?

Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....

category-iconLandafræði

Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive. Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, ...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða efni er EPO?

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

category-iconFélagsvísindi

Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?

Það er vissum erfiðleikum háð að flokka þjónustuútflutning eftir löndum en tölur um skiptingu vöruútflutnings liggja fyrir. Þeim er safnað af Hagstofunni. Árið 2002 fluttu Íslendingar út mest af vörum til Þýskalands eða fyrir um 38 milljarða króna. Litlu minna fór til Bretlands eða fyrir 36 milljarða króna. Þá fór...

category-iconFélagsvísindi

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?

Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig urðu orkulindirnar til?

Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...

category-iconJarðvísindi

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconLögfræði

Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?

Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum. Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðabur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um afrísku mörgæsina?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvaða fuglategund er þetta á myndinni? Myndin er líklega af afrísku mörgæsinni (Spheniscus demersus), en hún er stundum kölluð asna-mörgæs (e. jackass penquin) þar sem köll hennar þykja minna á hljóð í asna. Eins og nafnið gefur til kynna lifir afríska mörgæsin undan ...

Fleiri niðurstöður