Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?

Gylfi Magnússon

Það er vissum erfiðleikum háð að flokka þjónustuútflutning eftir löndum en tölur um skiptingu vöruútflutnings liggja fyrir. Þeim er safnað af Hagstofunni. Árið 2002 fluttu Íslendingar út mest af vörum til Þýskalands eða fyrir um 38 milljarða króna. Litlu minna fór til Bretlands eða fyrir 36 milljarða króna. Þá fóru vörur til Hollands fyrir 22 milljarða króna en rétt er að hafa í huga að algengt er að vörur sem fara eiga til meginlands Evrópu eða jafnvel landa utan Evrópu séu fyrst fluttar til Hollands enda eru þar umsvifamiklar hafnir. Nokkurn veginn jafnmikið fór til Bandaríkjanna. Spánverjar keyptu af okkur vörur fyrir tæpa 11 milljarða króna og Danir, Norðmenn og Portúgalir fyrir um níu milljarða hver þjóð.

Fluttar voru út vörur frá Íslandi þetta ár fyrir alls 203 milljarða króna. Af þessu fóru 144 milljarðar til Evrópusambandsríkja og þar af 97 milljarðar til landa sem nota evrur. Rétt tæpur helmingur af útflutningi frá landinu þetta ár fór því til landa sem nota evrur. Innflutningurinn skiptist aðeins öðruvísi. Við fluttum inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir 23 milljarða króna, frá Þýskalandi fyrir 22 milljarða króna, nær 18 milljarða frá Danmörku og tæpa 17 milljarða frá Noregi. Frá Bretlandi fluttum við inn vörur fyrir 15,5 milljarða, 12,5 frá Hollandi og rúma 12 frá Svíþjóð.

Fluttar voru inn vörur til landsins fyrir 208 milljarða króna þetta ár. Þar af komu vörur fyrir 109 milljarða króna frá Evrópusambandslöndunum og þar af fyrir 64 milljarða frá löndum sem nota evrur. Tæpur þriðjungur af innflutningi Íslendinga kom því frá löndum sem nota evrur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.11.2003

Spyrjandi

Birna Benediktsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3875.

Gylfi Magnússon. (2003, 20. nóvember). Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3875

Gylfi Magnússon. „Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3875>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?
Það er vissum erfiðleikum háð að flokka þjónustuútflutning eftir löndum en tölur um skiptingu vöruútflutnings liggja fyrir. Þeim er safnað af Hagstofunni. Árið 2002 fluttu Íslendingar út mest af vörum til Þýskalands eða fyrir um 38 milljarða króna. Litlu minna fór til Bretlands eða fyrir 36 milljarða króna. Þá fóru vörur til Hollands fyrir 22 milljarða króna en rétt er að hafa í huga að algengt er að vörur sem fara eiga til meginlands Evrópu eða jafnvel landa utan Evrópu séu fyrst fluttar til Hollands enda eru þar umsvifamiklar hafnir. Nokkurn veginn jafnmikið fór til Bandaríkjanna. Spánverjar keyptu af okkur vörur fyrir tæpa 11 milljarða króna og Danir, Norðmenn og Portúgalir fyrir um níu milljarða hver þjóð.

Fluttar voru út vörur frá Íslandi þetta ár fyrir alls 203 milljarða króna. Af þessu fóru 144 milljarðar til Evrópusambandsríkja og þar af 97 milljarðar til landa sem nota evrur. Rétt tæpur helmingur af útflutningi frá landinu þetta ár fór því til landa sem nota evrur. Innflutningurinn skiptist aðeins öðruvísi. Við fluttum inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir 23 milljarða króna, frá Þýskalandi fyrir 22 milljarða króna, nær 18 milljarða frá Danmörku og tæpa 17 milljarða frá Noregi. Frá Bretlandi fluttum við inn vörur fyrir 15,5 milljarða, 12,5 frá Hollandi og rúma 12 frá Svíþjóð.

Fluttar voru inn vörur til landsins fyrir 208 milljarða króna þetta ár. Þar af komu vörur fyrir 109 milljarða króna frá Evrópusambandslöndunum og þar af fyrir 64 milljarða frá löndum sem nota evrur. Tæpur þriðjungur af innflutningi Íslendinga kom því frá löndum sem nota evrur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...