Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2582 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?

Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir t...

category-iconHugvísindi

Í hverju bjuggu víkingar?

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...

category-iconLögfræði

Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?

Meginreglan um ríkisborgararétt er að hvert ríki ræður því sjálft hverjir séu ríkisborgarar þess. Tveimur meginaðferðum er beitt við að ákveða skilyrði ríkisborgararéttar; jus soli sem felur í sér að sá sem fæðist í ákveðnu landi er ríkisborgari þess og jus sanguinis sem byggir á blóðtengslum og felur því í sér að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?

Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?

Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?

Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?

Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?

Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni?

Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist. Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norður...

category-iconSálfræði

Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika?

Þetta er erfið spurning sem Atli Harðarson hefur meðal annars fjallað um fyrir okkur í svari við spurningunni Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix? Kvikmyndagerðarmenn dansa oft á línunni milli draums og veruleika í verkum sínum. Úr mynd I...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ljúga þann 1. apríl?

Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?

Eini munurinn á hvítum tígrisdýrum og tígrisdýrum sem hafa hinn venjulega appelsínugula grunnlit, er sá að hvít tígrisdýr hafa í báðum genasætum víkjandi gen sem ræður litafari þeirra. Til þess að glöggva sig betur á þessu er gott að hafa mendelska erfðafræði í huga. Um Gregor Mendel og erfðafræði er meðal anna...

category-iconHugvísindi

Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?

Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvenær á að nota í og hvenær á með staðanöfnum? Í svarinu er vitnað í grein eftir Árna Björnsson sem nefnist „Forsetningar með staðanöfnum” (Íslenskt málfar, Almenna bókafélagið 1992, bls. 291-318). Í greininni bendir Árni á að að um nöfn kaupstaða eða annarra þéttbýlis...

Fleiri niðurstöður