Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika?

JGÞ

Þetta er erfið spurning sem Atli Harðarson hefur meðal annars fjallað um fyrir okkur í svari við spurningunni Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?



Kvikmyndagerðarmenn dansa oft á línunni milli draums og veruleika í verkum sínum. Úr mynd Ingmars Bergmans Persona þar sem skilin á milli draums og veruleika eru óljós.

Kjarninn í svari Atla er nokkurn veginn þessi: Ef við erum öll fullkomlega blekkt um það að sá raunveruleiki sem við lifum í sé í raun draumur eða draumsýn - þá er enginn möguleiki fyrir okkur að átta okkur á því. Það er nefnilega ekki hægt að sjá í gegnum fullkomna blekkingu.

Með þetta í huga getum við þess vegna svarað spurningunni á þann veg að það sé vissulega mögulegt að það sé til fólk sem veit ekki muninn á draumsýn og veruleika. Það á í raun og veru við um alla.

Um þetta efni er einnig fjallað í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur í spurningunni Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Mynd: Filmnut. Sótt 7. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Grétar Guðmundsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7224.

JGÞ. (2008, 12. mars). Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7224

JGÞ. „Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7224>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika?
Þetta er erfið spurning sem Atli Harðarson hefur meðal annars fjallað um fyrir okkur í svari við spurningunni Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?



Kvikmyndagerðarmenn dansa oft á línunni milli draums og veruleika í verkum sínum. Úr mynd Ingmars Bergmans Persona þar sem skilin á milli draums og veruleika eru óljós.

Kjarninn í svari Atla er nokkurn veginn þessi: Ef við erum öll fullkomlega blekkt um það að sá raunveruleiki sem við lifum í sé í raun draumur eða draumsýn - þá er enginn möguleiki fyrir okkur að átta okkur á því. Það er nefnilega ekki hægt að sjá í gegnum fullkomna blekkingu.

Með þetta í huga getum við þess vegna svarað spurningunni á þann veg að það sé vissulega mögulegt að það sé til fólk sem veit ekki muninn á draumsýn og veruleika. Það á í raun og veru við um alla.

Um þetta efni er einnig fjallað í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur í spurningunni Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Mynd: Filmnut. Sótt 7. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....