eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir til var þetta einskonar missiraskiptahátíð og að vissu leyti sambærileg við sumardaginn fyrsta hjá okkur. Munurinn er sá að Rómverjar virðast á ákveðnu skeiði hafa skipt árinu í þrennt. Var gömul venja að rétta tímatalið af með innskotum á þessum tíma, í lok vetrartímabilsins, og því þótti þeim Sesari eðlilegast að hlaupársdagurinn fengi þar inni. (bls. 520)Samkvæmt okkar tímatali er hlaupársdagurinn 29. febrúar en ekki 24. eins og hjá Rómverjum. En það að viðbótardeginum skuli bætt við þá á engu síður upphaf sitt í tímatali Rómverja. Væntanlega þætti okkur eðlilegra og skiljanlegra að hlaupársdeginum væri bætt við í lok ársins eða þá eftir sumardaginn fyrsta en þá eru sambærileg tímamót og eftir vorhátíð Rómverjanna. Hægt er að lesa meira um hlaupár og tímatal í svörum við eftirfarandi spurningum:
- Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar? eftir Þorstein Sæmundsson
- Hvað er misseri? eftir JGÞ
- Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.