Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7?Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal Rómverja árið 46 f.Kr. Cæsar hefði eflaust getað valið einfaldara og rökréttara kerfi, en hann var að lagfæra eldra tímatal þar sem almanaksárin voru til skiptis stutt (355 dagar) eða löng (377 eða 378 dagar) og mánuðirnir ýmist 29 eða 31 dagur að lengd. Cæsar lét óbreytta þá mánuði sem áður höfðu 31 dag en bætti 1-2 dögum við þá mánuði sem áður höfðu 29 daga. Febrúar hafði haft sérstöðu sem síðasti mánuður ársins að fornu tímatali í Róm og taldi 28 daga í stuttum árum, en í lengri árum (hlaupárum) var mánuðurinn lengdur um rúmar þrjár vikur. Cæsar lét þessa skipan gilda áfram að öðru leyti en því að hlaupársreglunni var breytt og febrúar lengdur um einn dag fjórða hvert ár. Sú saga að Ágústus keisari hafi látið stytta febrúar til að geta lengt þann mánuð sem við hann sjálfan var kenndur (ágúst) er úr lausu lofti gripin.
Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?
Útgáfudagur
2.8.2000
Spyrjandi
Kári Erlingsson
Tilvísun
Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=715.
Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). (2000, 2. ágúst). Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=715
Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=715>.