Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2330 svör fundust
Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar?
Svarið við þessari spurningu felst í eiginleikum kynlitninga katta. Líkt og hjá okkur mannfólkinu ákvarðast kynferði katta af kynlitningum sem hver einstaklingur fær frá foreldrum sínum. X-litningur kemur frá móður og X- eða Y-litningur frá föður. Ef báðir kynlitningarnir eru X-litningar verður einstaklingurinn kv...
Hvað eru til margar lofttegundir?
Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...
Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?
Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir. Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla ...
Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?
Auðvelt er að reikna verð hluta með afslætti ef upphaflega verðið er gefið upp. Til að mynda kostar 1.000 króna hlutur með 15% afslætti:0,85 ∙ 1.000 kr = 850 krþar sem talan 0,85 er fengin með því að draga afsláttinn frá heildinni (1-0,15). Aðeins snúnara er að reikna upphaflegt verð ef afslátturinn og af...
Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna?
Svarið við fyrri spurningunni er nei sem sést af eftirfarandi skilgreiningu:Heil tala sem er stærri en einn kallast prímtala eða frumtala ef og aðeins ef engar aðrar heilar plústölur en 1 og talan sjálf ganga upp í henni.Þetta svarar hins vegar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvers vegna þessi skilgreining er ...
Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...
Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?
Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins...
Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Segull hefur tvö skaut, norður- og suðurskaut. Norðurskaut laðast að suðurskauti og öfugt, en af hverju leitar þá norðurskautið á áttavita í norður?Stutta svarið við þessu er að norðurskaut jarðar er vissulega norðurskaut í þeim skilningi landafræðinnar og rúmfræðinnar að það v...
Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?
Það er rétt hjá spyrjanda að því er oft haldið fram að maðurinn noti í raun lítið af heilanum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? kemur til dæmis fram að fjöldi mögulegra tenginga í heilafrumum er slíkur að þó að við nýttum aðeins 1% þeirra til að muna eitthvað, þá er fjöld...
Er ungt að vera 11 ára móðir?
Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...
Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi. Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir s...
Hvenær verður vöðvi kjöt?
Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...
Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?
Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...
Ef kveikt er á eldspýtu á Venusi, brennur andrúmsloftið þá upp?
Svarið er nei. Það er ekki hægt að kveikja á eldspýtu á reikistjörnunni Venusi þar sem lofthjúpur hennar inniheldur ekkert súrefni sem eldurinn þyrfti til ad nærast á. Andrúmsloft Venusar inniheldur að langmestu leyti (96,5%) koldíoxíð sem kæfir eld. Eldur getur þar af leiðandi ekki brunnið á Venusi. Frekar...
Af hverju veiða kettir fugla?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er í eðli katta að veiða. Þrátt fyrir að kettir (Felis catus) hafi verið húsdýr árþúsundum saman og ýmis útlitseinkenni ræktuð fram, eins og sést til dæmis hjá síamsköttum og norskum skógarköttum, þá hefur veiðieðlið ekki verið ræktað úr kettinum. Til marks um þ...