Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir.



Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla eða radía dekksins, það er að segja fjarlægðinni frá miðju öxuls eða snúningsáss niður á veginn. Ef geislinn er r þá er þessi vegalengd
s = 2 p r
þar sem p (pí) er óræð tala sem er nálægt brotinu 22/7, samanber önnur svör hér á Vísindavefnum um þessa tölu. En geislinn er auðvitað þeim mun lengri sem meira loft er í dekkinu og því fer dekkið þá lengri leið í hverjum snúningi.

Ef snúningarnir eða umferðirnar eru margar þá margfaldast vegalengdin með fjölda þeirra. Ef tvö dekk fara sömu vegalengd en minna loft er í öðru, þá er geisli þess líka minni og það þarf að snúast fleiri snúninga. Slíkt getur vel gerst á bílum án þess að við tökum sérstaklega eftir því, meðal annars vegna svokallaðs mismunadrifs sem gerir það að verkum að tvö dekk sem eru að öðru leyti á sama öxli geta snúist mishratt. Á venjulegum heilum kerruöxli er þetta hins vegar ekki hægt nema með því að annað hjólið renni til á undirlaginu.

Mismunadrif er nauðsynlegt á bílum til þess að þeir þurfi ekki að missa veggripið í beygjum. Hjólið sem er utar í beygjunni fer lengri leið en hitt og þarf því að geta snúist lengra eða meira en innra hjólið.

Mynd af dekkjum: Studless tire 1.jpg á Wikipedia, the free encyclopedia

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

27.8.2003

Spyrjandi

Hreinn Sigurðsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3686.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 27. ágúst). Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3686

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3686>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?
Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir.



Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla eða radía dekksins, það er að segja fjarlægðinni frá miðju öxuls eða snúningsáss niður á veginn. Ef geislinn er r þá er þessi vegalengd
s = 2 p r
þar sem p (pí) er óræð tala sem er nálægt brotinu 22/7, samanber önnur svör hér á Vísindavefnum um þessa tölu. En geislinn er auðvitað þeim mun lengri sem meira loft er í dekkinu og því fer dekkið þá lengri leið í hverjum snúningi.

Ef snúningarnir eða umferðirnar eru margar þá margfaldast vegalengdin með fjölda þeirra. Ef tvö dekk fara sömu vegalengd en minna loft er í öðru, þá er geisli þess líka minni og það þarf að snúast fleiri snúninga. Slíkt getur vel gerst á bílum án þess að við tökum sérstaklega eftir því, meðal annars vegna svokallaðs mismunadrifs sem gerir það að verkum að tvö dekk sem eru að öðru leyti á sama öxli geta snúist mishratt. Á venjulegum heilum kerruöxli er þetta hins vegar ekki hægt nema með því að annað hjólið renni til á undirlaginu.

Mismunadrif er nauðsynlegt á bílum til þess að þeir þurfi ekki að missa veggripið í beygjum. Hjólið sem er utar í beygjunni fer lengri leið en hitt og þarf því að geta snúist lengra eða meira en innra hjólið.

Mynd af dekkjum: Studless tire 1.jpg á Wikipedia, the free encyclopedia...