Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1537 svör fundust
Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?
Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...
Hvað er salmonella?
Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...
Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?
Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...
Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?
Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef. Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta k...
Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?
Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...
Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...
Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast vi...
Hver er helsta fæða ljóna?
Ljónið (Panthera leo) er topprándýr (e. apex predator) en svo kallast þær dýrategundir sem eru efst í fæðukeðjunni í hverju vistkerfi. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á fæðu og fæðuöflun ljóna, bæði í Afríku og hjá hinu svokallaða asíu-ljóni (Panthera leo persica) en það er smár stofn sem finnst á Indl...
Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?
Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...
Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?
Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?
Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?
Innhverf íhugun er þýðing á ensku orðunum Transcendental meditation sem spyrjandi tilfærir í upphaflegri spurningu sinni. Innhverf íhugun er hugleiðslutækni, upprunnin á Indlandi, sem var kynnt fyrir Vesturlandabúum upp úr miðri 20. öld og varð nokkurs konar tískufyrirbrigði. Kennarar tækninnar leggja áherslu á að...