Hugurinn afhjúpar möguleika sína til ótakmarkaðrar árvekni, handanlægrar árvekni, heildar-meðvitundar, með innhverfri íhugun - afhjúpar líflegt svið alls möguleika, þar sem hver kostur er náttúrulega til taks handa hinum meðvitaða huga. Hinn meðvitaði hugur vaknar til vitundar um óbundið eðli sitt, óendanlega möguleika sína. Innhverf íhugun opnar hinum meðvitaða huga leið til að botna í allri dýpt tilvistar sinnar - virkri og þögulli, punkti og óendanleik. Hún er ekki kennisetning, heimspeki, lífstíll eða trúarbrögð. Hún er reynsla, huglæg tækni sem maður stundar daglega í 15-20 mínútur.Þeir sem standa að kennslu og útbreiðslu tækninnar verða á stundum skáldmæltir og háfleygir, sem sjá má. En það gerir mál þeirra hvorki að heimspeki né trúarbókstaf. Samkvæmt Britannicu hafa lífeðlisfræðingar og sálfræðingar staðfest slakandi og lífgandi áhrif innhverfrar íhugunar á hug og líkama. Heimildir: Íslenska íhugunarfélagið og Britannica.com.
Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?
Útgáfudagur
29.5.2000
Spyrjandi
Rakel
Tilvísun
HMH. „Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=473.
HMH. (2000, 29. maí). Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=473
HMH. „Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=473>.