Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?

Þórður Arason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki einu sinni í mánuði eins og á veðurfarsstöðvunum. Hér á eftir má lesa nánar um mismunandi tegundir veðurstöðva.

Mannaðar skeytastöðvar

Á skeytastöðvum, sem einnig kallaðast veðurskeytastöðvar, er veðrið athugað kl. 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21 og 24. Flestar stöðvarnar athuga einungis á fjórum til fimm athugunartímum yfir daginn, en á tíu stöðvum eru athuganir allan sólarhringinn.

Á öllum stöðvunum er úrkomumælir og hitamælaskýli fyrir hitamæla. Þá hafa margar þeirra loftvog og vindmæli. Á stöðvunum eru mæld og metin: Lofthiti, daggarmark, lágmarkshiti, hámarkshiti, úrkomumagn, úrkomutegund, loftþrýstingur, loftþrýstingsbreyting, einkenni loftþrýstingsbreytinga, skýjahula, hæð lægstu skýja, skýjahula lágskýja, tegund lágskýja, tegund miðskýja, tegund háskýja, skyggni, veðurlýsing, jarðlag, snjólag, snjódýpt, snjóhula í fjöllum, sjólag, vindhraði og vindátt. Nokkrar stöðvar mæla lágmarkshita næturinnar við jörð eða sjávarhita. Nokkrar stöðvar meta sjónflugsskilyrði yfir nálægar heiðar.

Athuganir eru sendar á hverjum athugunartíma um tölvu til Veðurstofunnar og að auki er send mánaðarskýrsla í pósti.

Í júní árið 2010 voru mannaðar skeytastöðvar 32 talsins.



Skeytasendingar hófust á Grímsstöðum á Fjöllum 1. janúar 1907 og hafa athuganir verið gerðar þar síðan. Úrkomumælir og mælaskýli á hlaðinu.

Mannaðar veðurfarsstöðvar

Veðrið er athugað kl. 9, 15 og 21. Veðurathugun er skráð í mánaðarbók, sem send er til Veðurstofunnar í pósti.

Flestar veðurfarsstöðvar hafa einungis úrkomumæli og hitamælaskýli fyrir hitamæla. Á hverjum degi eru mæld og metin: Lofthiti, daggarmark, lágmarkshiti, hámarkshiti, úrkomumagn, úrkomutegund, skýjahula, skyggni, veðurlýsing, snjódýpt, snjóhula í byggð og fjöllum, hagi (fyrir búfénað), sjólag, vindhraði og vindátt. Nokkrar stöðvar mæla lágmarkshita nætur við jörð eða sjávarhita.

Mannaðar veðurfarsstöðvar voru 10 talsins í júní 2010.

Mannaðar úrkomustöðvar

Á stöðinni er úrkomumælir. Mæld er sólarhringsúrkoma á hverjum morgni kl. 9. Þá er úrkomutegund undangenginn sólarhring skráð. Athugunarmaður mælir snjódýpt og leggur mat á snjóhulu í byggð og í fjöllum. Mælingar eru sendar daglega um síma til Veðurstofunnar og mánaðarskýrsla í pósti.

Í júní 2010 voru 53 mannaðar úrkomustöðvar á landinu.



Á Kvískerjum í Öræfum hefur verið mönnuð úrkomustöð síðan 1961.

Sólskinsmælingastöðvar

Stöð sem skráir sólskinsstundir. Bjart sólskin skín á glerkúlu í mælinum og brennir far á sólarblað dagsins. Athugunarmaður skiptir um sólarblað í mælinum á hverju kvöldi. Sólarblöð eru send mánaðarlega til Veðurstofunnar.

Aðeins var ein sólskinsmælingarstöð í júní 2010, í Haganesi við Mývatn.

Vindmælingastöðvar

Veðurstöðvar þar sem einungis er mældur vindhraði. Vindurinn er skráður á síritarúllur. Umsjónarmaður mælis skiptir um rúllur reglulega og sendir þær til Veðurstofunnar.

Ekki var tilgreind nein vindmælingarstöð á yfirliti yfir veðurstöðvar á Íslandi frá júní 2010 sem er að finna á vef Veðurstofunnar.

Úrkomusafnmælar

Flestir úrkomusafnmælar eru í óbyggðum og safna úrkomu yfir lengri tímabil. Úrkomumagnið í þeim er mælt einu sinni í mánuði eða einu sinni á ári. Árlega þarf að tæma mælana og skipta um pækil og uppgufunarvörn í þeim.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru 19 úrkomusafnmælar á landinu í júní 2010.

Sjálfvirkar veðurstöðvar

Sjálfvirkar veðurstöðvar skrá mælingar yfirleitt á 10 mínútna fresti, en nokkrar skrá á klukkustundar fresti. Í sjálfvirkum stöðvum er skráningartölva og samskiptabúnaður við síma. Tölvur á Veðurstofunni hringja yfirleitt á klukkustundar fresti í sjálfvirkar stöðvar og sækja mæligögn undangengins klukkutíma og færa gögnin í miðlægan gagnagrunn.

Flestar stöðvarnar mæla lofthita og rakastig í 2 m hæð yfir jörðu og vindhraða og vindátt í 10 m hæð. Margar hafa úrkomumæli og loftvog. Þá eru sumar með sólgeislunarmæli, hitamæli við jörð, jarðvegshitamæla á 10, 20, 50 og 100 cm dýpi og snjódýptarmæli.

Veðurstofa Íslands var með um 112 sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar í júní 2010. Auk þess eru 135 sjálfvirkar stöðvar á vegum annarra stofnana svo sem Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar, Landsvirkjunar og fleiri aðila.

Myndir:

Þessi texti er að mestu leyti úr grein Þórðar Arasonar Um tegundir veðurstöðva sem er að finna á vef Veðurstofu Íslands og birtur með góðfúslegu leyfi. Upplýsingar um fjölda stöðva eru úr lista yfir veðurstöðvar sem einnig er að finna á vef Veðurstofunnar og var uppfærður 7. júní 2010.

Höfundar

Þórður Arason

jarðeðlisfræðingur við Veðurstofu Íslands

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.7.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þórður Arason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56676.

Þórður Arason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 12. júlí). Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56676

Þórður Arason og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56676>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?
Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki einu sinni í mánuði eins og á veðurfarsstöðvunum. Hér á eftir má lesa nánar um mismunandi tegundir veðurstöðva.

Mannaðar skeytastöðvar

Á skeytastöðvum, sem einnig kallaðast veðurskeytastöðvar, er veðrið athugað kl. 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21 og 24. Flestar stöðvarnar athuga einungis á fjórum til fimm athugunartímum yfir daginn, en á tíu stöðvum eru athuganir allan sólarhringinn.

Á öllum stöðvunum er úrkomumælir og hitamælaskýli fyrir hitamæla. Þá hafa margar þeirra loftvog og vindmæli. Á stöðvunum eru mæld og metin: Lofthiti, daggarmark, lágmarkshiti, hámarkshiti, úrkomumagn, úrkomutegund, loftþrýstingur, loftþrýstingsbreyting, einkenni loftþrýstingsbreytinga, skýjahula, hæð lægstu skýja, skýjahula lágskýja, tegund lágskýja, tegund miðskýja, tegund háskýja, skyggni, veðurlýsing, jarðlag, snjólag, snjódýpt, snjóhula í fjöllum, sjólag, vindhraði og vindátt. Nokkrar stöðvar mæla lágmarkshita næturinnar við jörð eða sjávarhita. Nokkrar stöðvar meta sjónflugsskilyrði yfir nálægar heiðar.

Athuganir eru sendar á hverjum athugunartíma um tölvu til Veðurstofunnar og að auki er send mánaðarskýrsla í pósti.

Í júní árið 2010 voru mannaðar skeytastöðvar 32 talsins.



Skeytasendingar hófust á Grímsstöðum á Fjöllum 1. janúar 1907 og hafa athuganir verið gerðar þar síðan. Úrkomumælir og mælaskýli á hlaðinu.

Mannaðar veðurfarsstöðvar

Veðrið er athugað kl. 9, 15 og 21. Veðurathugun er skráð í mánaðarbók, sem send er til Veðurstofunnar í pósti.

Flestar veðurfarsstöðvar hafa einungis úrkomumæli og hitamælaskýli fyrir hitamæla. Á hverjum degi eru mæld og metin: Lofthiti, daggarmark, lágmarkshiti, hámarkshiti, úrkomumagn, úrkomutegund, skýjahula, skyggni, veðurlýsing, snjódýpt, snjóhula í byggð og fjöllum, hagi (fyrir búfénað), sjólag, vindhraði og vindátt. Nokkrar stöðvar mæla lágmarkshita nætur við jörð eða sjávarhita.

Mannaðar veðurfarsstöðvar voru 10 talsins í júní 2010.

Mannaðar úrkomustöðvar

Á stöðinni er úrkomumælir. Mæld er sólarhringsúrkoma á hverjum morgni kl. 9. Þá er úrkomutegund undangenginn sólarhring skráð. Athugunarmaður mælir snjódýpt og leggur mat á snjóhulu í byggð og í fjöllum. Mælingar eru sendar daglega um síma til Veðurstofunnar og mánaðarskýrsla í pósti.

Í júní 2010 voru 53 mannaðar úrkomustöðvar á landinu.



Á Kvískerjum í Öræfum hefur verið mönnuð úrkomustöð síðan 1961.

Sólskinsmælingastöðvar

Stöð sem skráir sólskinsstundir. Bjart sólskin skín á glerkúlu í mælinum og brennir far á sólarblað dagsins. Athugunarmaður skiptir um sólarblað í mælinum á hverju kvöldi. Sólarblöð eru send mánaðarlega til Veðurstofunnar.

Aðeins var ein sólskinsmælingarstöð í júní 2010, í Haganesi við Mývatn.

Vindmælingastöðvar

Veðurstöðvar þar sem einungis er mældur vindhraði. Vindurinn er skráður á síritarúllur. Umsjónarmaður mælis skiptir um rúllur reglulega og sendir þær til Veðurstofunnar.

Ekki var tilgreind nein vindmælingarstöð á yfirliti yfir veðurstöðvar á Íslandi frá júní 2010 sem er að finna á vef Veðurstofunnar.

Úrkomusafnmælar

Flestir úrkomusafnmælar eru í óbyggðum og safna úrkomu yfir lengri tímabil. Úrkomumagnið í þeim er mælt einu sinni í mánuði eða einu sinni á ári. Árlega þarf að tæma mælana og skipta um pækil og uppgufunarvörn í þeim.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru 19 úrkomusafnmælar á landinu í júní 2010.

Sjálfvirkar veðurstöðvar

Sjálfvirkar veðurstöðvar skrá mælingar yfirleitt á 10 mínútna fresti, en nokkrar skrá á klukkustundar fresti. Í sjálfvirkum stöðvum er skráningartölva og samskiptabúnaður við síma. Tölvur á Veðurstofunni hringja yfirleitt á klukkustundar fresti í sjálfvirkar stöðvar og sækja mæligögn undangengins klukkutíma og færa gögnin í miðlægan gagnagrunn.

Flestar stöðvarnar mæla lofthita og rakastig í 2 m hæð yfir jörðu og vindhraða og vindátt í 10 m hæð. Margar hafa úrkomumæli og loftvog. Þá eru sumar með sólgeislunarmæli, hitamæli við jörð, jarðvegshitamæla á 10, 20, 50 og 100 cm dýpi og snjódýptarmæli.

Veðurstofa Íslands var með um 112 sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar í júní 2010. Auk þess eru 135 sjálfvirkar stöðvar á vegum annarra stofnana svo sem Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar, Landsvirkjunar og fleiri aðila.

Myndir:

Þessi texti er að mestu leyti úr grein Þórðar Arasonar Um tegundir veðurstöðva sem er að finna á vef Veðurstofu Íslands og birtur með góðfúslegu leyfi. Upplýsingar um fjölda stöðva eru úr lista yfir veðurstöðvar sem einnig er að finna á vef Veðurstofunnar og var uppfærður 7. júní 2010. ...