Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5551 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?

Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...

category-iconLögfræði

Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?

Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?

Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. Hin fitugerðin er svokö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?

Risaeðlur (Dinosauria) er afar fjölbreytilegur hópur landhryggdýra sem fyrst kom fram fyrir um 230 milljón árum. Þær voru afar áberandi og í raun ríkjandi á mið- og seinni hluta miðlífsaldar eða allt til loka krítartímans fyrir 65 milljón árum, þegar meginþorri þeirra dó út fremur skyndilega eins og frægt er. Það ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?

Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...

category-iconSálfræði

Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?

Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...

category-iconHugvísindi

Oft heyrist sagt í fjölmiðlum „sprengja sprakk”. Væri ekki réttara að segja „sprenging varð”?

Nokkur munur virðist á því hvort sagt er sprengja sprakk eða sprenging varð. Í fyrra tilvikinu er oftast verið að tala um eina sprengju sem komið hefur verið fyrir á einhverjum stað, til dæmis í bíl. Verið er að leggja áherslu á sprengjuna sjálfa. Svipað orðalag kemur fram í samböndunum „blaðran sprakk”, „bára ...

category-iconVísindi almennt

Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?

Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir. Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. ...

category-iconStærðfræði

Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?

Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi fyrir siðaskiptin?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Er til einhver saga um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Hljóðfæri, dans og söngur? Hvaða upplýsingar sem er myndi ég vel þiggja. Við rannsóknir fræðimanna á miðöldum koma sífellt í ljós meiri samskipti Íslendinga við...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur?

Ævar vísindamaður er einn best þekkti og fjölhæfasti vísindamaður Íslands. Hann hefur einkum einbeitt sér að rannsóknum sem aðrir vísindamenn hafa ekki treyst sér til að sinna. Ævar vísindamaður hefur stundað rannsóknir á ystu jöðrum ýmissa fræðasviða, þar á meðal stjarneðlisfræði, líffræði, efnafræði, fornleif...

category-iconLandafræði

Er Látrabjarg vestasti staður Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Hver er vestasti oddi Evrópu? þar sem velt er upp nokkrum möguleikum að svari við spurningunni. Fyrst þarf að skilgreina hvort verið sé að tala um vestasta odda í þeim löndum sem tilheyra Evrópu landfræðilega, þeim löndum sem hafa stjórnmálaleg tengsl við Evrópu eð...

Fleiri niðurstöður