Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1133 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?

Til að svara spurningu sem þessari verður maður að velta fyrir sér hugtaki í þróunarfræði sem nefnist aðlögun. Lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?

Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að min...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?

Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta járnsmiðir?

Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?

Úlfar eru sennilega eitt útbreiddasta landrándýrið á jörðinni. Þeir geta lifað við mjög ólíkar aðstæður, allt frá köldum heimskautaeyjum suður til brennheitra eyðimarka Arabíuskagans. Það er því ekki ólíklegt að lítill úlfastofn gæti lifað hér á landi ef næg fæða er fyrir hendi. Úlfar þrífast við ýmiss konar að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?

Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?

Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?

Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða j...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hvalir talist meindýr?

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?

Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrok...

category-iconFélagsvísindi almennt

Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?

Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?

Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður exem?

Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

Fleiri niðurstöður