Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?

Rannveig Magnúsdóttir

Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að minkurinn á fáa keppinauta hér á landi.

Fæða refa og minka skarast ekki nema að litlu leyti því minkur étur mikinn fisk en refur ekki. Það eru mjög miklar árstíðasveiflur í þeim tegundum sem minkurinn nærist á og stofnstærð sumra dýrategunda, eins og rjúpu, sveiflast milli ára. Þéttleiki hagamúsa (Apodemus sylvaticus) er langmestur á haustin og farfuglar koma til landsins á vorin og halda aftur til vetrarstöðva sinna á haustin.

Hitastig getur haft áhrif á hreyfanleika og viðbragðsflýti fiska og minkurinn á auðveldara með að veiða þá yfir köldu mánuðina. Kaldir vetur höfðu mikil áhrif á minkastofninn við Þingvallavatn á árunum 1958-1986 og það var neikvætt samband milli veiddra minka og ísalaga á vatninu. Á köldum vetrum þegar ís lagði yfir allt vatn, marga mánuði í senn, komust minkarnir ekki í fisk og þeir sem lifðu af neyddust til að leita að annarri fæðu.


Íslensk náttúra hefur víðtæk áhrif á minkinn.

Þessar árstíðasveiflur í mismunandi fæðutegundum nýtir minkurinn sér óspart enda er hann mjög ósérhæfður í fæðuvali. Öðruvísi kæmist hann ekki af í íslenskri náttúru og hún hefur þannig mikil áhrif á minkastofninn. Þegar breytinga verður vart í dýrategundum sem minkurinn nýtir sér þá getur það bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á hann.

Heimildir:
  • Gerell, R. (1968) Food habits of the mink (Mustela vison) in Sweden. Viltrevy (Stockholm), 5, 119.
  • Hersteinsson, P. (1992). Mammals of the Thingvallavatn area. OIKOS 64: 396-404.
  • Unnsteinsdottir, E. R. & P. Hersteinsson (2009) Surviving north of the natural range: the importance of density independence in determining population size. J. Zool., 277, 232.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.11.2011

Spyrjandi

Guðlaugur Einarsson, f. 1992

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22833.

Rannveig Magnúsdóttir. (2011, 10. nóvember). Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22833

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22833>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?
Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að minkurinn á fáa keppinauta hér á landi.

Fæða refa og minka skarast ekki nema að litlu leyti því minkur étur mikinn fisk en refur ekki. Það eru mjög miklar árstíðasveiflur í þeim tegundum sem minkurinn nærist á og stofnstærð sumra dýrategunda, eins og rjúpu, sveiflast milli ára. Þéttleiki hagamúsa (Apodemus sylvaticus) er langmestur á haustin og farfuglar koma til landsins á vorin og halda aftur til vetrarstöðva sinna á haustin.

Hitastig getur haft áhrif á hreyfanleika og viðbragðsflýti fiska og minkurinn á auðveldara með að veiða þá yfir köldu mánuðina. Kaldir vetur höfðu mikil áhrif á minkastofninn við Þingvallavatn á árunum 1958-1986 og það var neikvætt samband milli veiddra minka og ísalaga á vatninu. Á köldum vetrum þegar ís lagði yfir allt vatn, marga mánuði í senn, komust minkarnir ekki í fisk og þeir sem lifðu af neyddust til að leita að annarri fæðu.


Íslensk náttúra hefur víðtæk áhrif á minkinn.

Þessar árstíðasveiflur í mismunandi fæðutegundum nýtir minkurinn sér óspart enda er hann mjög ósérhæfður í fæðuvali. Öðruvísi kæmist hann ekki af í íslenskri náttúru og hún hefur þannig mikil áhrif á minkastofninn. Þegar breytinga verður vart í dýrategundum sem minkurinn nýtir sér þá getur það bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á hann.

Heimildir:
  • Gerell, R. (1968) Food habits of the mink (Mustela vison) in Sweden. Viltrevy (Stockholm), 5, 119.
  • Hersteinsson, P. (1992). Mammals of the Thingvallavatn area. OIKOS 64: 396-404.
  • Unnsteinsdottir, E. R. & P. Hersteinsson (2009) Surviving north of the natural range: the importance of density independence in determining population size. J. Zool., 277, 232.

Mynd:...