Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?

Guðrún Ása Grímsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða jöklum, á liðast eftir dalnum, þar eru heitar lindir og mörvað fé í haga.

Enn fremur segir í fyrrnefndu svari að útilegumannabyggðir urðu til af landslagi:
hafi verið hellar fyrir hendi þar sem var jarðvarmi og því hægt að lifa af vetur, hafi menn leitað þar skjóls, en hafi ekki verið hellar hafi menn hróflað sér upp skála af torfi og grjóti og reft yfir með tiltækum kvistum.

Hvað varðar mannabyggð í Laugarvatnshellum settu þar saman bú sitt um 1910 hjónin Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir, kölluðu býlið Reyðarmúla og bjuggu um hríð. Vorið 1918 hófu þar búskap hjónin Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir, bjuggu fjögur harðindaár og eignuðust þar þrjú börn.

Laugarvatnshellar.

Mannabyggðin í Laugarvatnshellum á ekkert skylt við útilegumannabyggðir, þau hjón sem þar byggðu með börnin sín fengu ekki annarstaðar jarðnæði á þeim tíma sem þau þurftu helst. Hellarnir eru í þjóðbraut, þegar Kristján X Danakonungur var í Íslandsferð með föruneyti 1921 var áð að fornum sið á Laugarvatnsvöllum og bar húsfreyjan í hellinum skyr og rjóma fyrir konung sinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

13.5.2009

Spyrjandi

Hlíf Ingibjörnsdóttir, Sverrir Agnarsson

Tilvísun

Guðrún Ása Grímsdóttir. „Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18511.

Guðrún Ása Grímsdóttir. (2009, 13. maí). Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18511

Guðrún Ása Grímsdóttir. „Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?
Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða jöklum, á liðast eftir dalnum, þar eru heitar lindir og mörvað fé í haga.

Enn fremur segir í fyrrnefndu svari að útilegumannabyggðir urðu til af landslagi:
hafi verið hellar fyrir hendi þar sem var jarðvarmi og því hægt að lifa af vetur, hafi menn leitað þar skjóls, en hafi ekki verið hellar hafi menn hróflað sér upp skála af torfi og grjóti og reft yfir með tiltækum kvistum.

Hvað varðar mannabyggð í Laugarvatnshellum settu þar saman bú sitt um 1910 hjónin Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir, kölluðu býlið Reyðarmúla og bjuggu um hríð. Vorið 1918 hófu þar búskap hjónin Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir, bjuggu fjögur harðindaár og eignuðust þar þrjú börn.

Laugarvatnshellar.

Mannabyggðin í Laugarvatnshellum á ekkert skylt við útilegumannabyggðir, þau hjón sem þar byggðu með börnin sín fengu ekki annarstaðar jarðnæði á þeim tíma sem þau þurftu helst. Hellarnir eru í þjóðbraut, þegar Kristján X Danakonungur var í Íslandsferð með föruneyti 1921 var áð að fornum sið á Laugarvatnsvöllum og bar húsfreyjan í hellinum skyr og rjóma fyrir konung sinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...