Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1004 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Skaftafell og hver er saga þjóðgarðsins þar?

Skaftafell er gömul bújörð og vinsæll áfangastaður ferðamanna í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Nafnið er dregið af fjallsrana sem gengur til suðurs úr Vatnajökli. Skriðjöklar falla fram beggja vegna Skaftafells og setja sterkan svip á umhverfið. Yfir þeim gnæfa tignarleg og brött fjöll þar sem Hvannadalshnúk í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?

Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eð...

category-iconEfnafræði

Gætu kjarnorkuver knúin þóríni leyst orkuvanda heimsins?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er raunhæft að ætla að kjarnorkuver knúin þóríni geti leyst orkuvanda heimsins að einhverju eða miklu leyti? Er mikill geislavirkur úrgangur af slíku ferli? Einnig hefur verið spurt: Af hverju er þórín ekki vinsælla en úran fyrir kjarnorku? Þórín er áhugaverður orkugjafi. Ef fa...

category-iconVerkfræði og tækni

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar borgir og byggingar byggðu Mayarnir og voru þær skreyttar á einhvern hátt?

Mayarnir lifðu í borgríkjum sem voru þrautskipulögð. Í miðjunni voru trúarmiðstöðvar, gjarnan píramídar með hofum á toppi, stór torg með minningarsúlum (e. stele) og þá hallir ráðastéttarinnar, allt byggt af steini. Fjær miðjunni komu síðan aðrar byggingar af steini, stjörnuskoðunarturnar, boltaleikvangar og þá hí...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarvenja í lögfræði?

Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...

category-iconLæknisfræði

Hvað er reykeitrun og er hún hættuleg?

Innöndun reyks er helsta orsök dauða í kjölfar elds. Skaði af völdum reyks getur bæði verið vegna hita og vegna ertingar eða efnisskaða í öndunarvegi vegna sóts, köfnunar og eitrunar af völdum koleinildis, sem einnig er nefnt kolmonoxíð, og annarra lofttegunda eins og blásýru. Hitaskaði kemur til dæmis fram sem br...

category-iconLögfræði

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?

Friðrik Magnus er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans og leggur stund á rannsóknir í efniseðlisfræði. Sérsvið hans er þróun nýrra fastra efna, sér í lagi segulefna, með aðferðum nanótækninnar. Föst efni svo sem málmar, hálfleiðarar og einangrarar eru undirstaða allrar tækni. Allt frá bronsöld til okk...

category-iconLögfræði

Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?

Hér koma ýmis lög til greina og svarið við spurningunni fer meðal annars eftir því við hvað er miðað. Hægt er að meta lengd lagabálka með hliðsjón af greinarfjölda laganna og einnig blaðsíðufjölda þeirra, þá kemur líka til skoðunar hvort viðaukar og fylgiskjöl séu talin með eða ekki. Sé miðað við fjölda greina ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?

Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...

category-iconJarðvísindi

Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?

Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn. Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?

Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru úlfar í útrýmingarhættu?

Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

Fleiri niðurstöður