Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn.

Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið er dregið af heiti Arnarfells hins mikla sem stendur upp úr suðaustanverðum jöklinum, ásamt öðrum tindi sem kallast Arnarfell hið litla.

Elsta birta heiti jökulsins á korti er Arnarfellsjökull (Arnarfeldsjökull). Það kemur fyrst fram árið 1590.

Elsta birta heiti jökulsins á korti er Arnarfellsjökull.[1] Það kemur fyrst fram árið 1590, í viðbótarbindi við kortasafn Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis terrarum. Íslandskortið er eignað Guðbrandi Þorláksyni biskupi á Hólum. Ekki er þó endilega víst að Arnarfellsheitið sé eldra en Hofsjökull því líklega hefur jökullinn, eða hlutar hans, frá fornu farið borið bæði nöfnin. Norðlendingar hafa frekar talað um Hofsjökul en Sunnlendingar kallað hann Arnarfellsjökul.

Í svonefndu Jöklariti Sveins Pálssonar (1762-1840), frá lokum 18. aldar,[2] segir til að mynda þetta um jökulinn:

Skagfirðingar kalla jökulinn Hofsjökul eftir bænum Hofi í Skagafjarðardölum, en Sunnlendingar kalla hann Arnarfellsjökul af fjallinu Arnarfelli sunnan undir honum eða suðvestan við hann [...]

Á svonefndum Knoffs-kortum, sem norski liðsforinginn Thomas Hans Henrik Knoff (1699-1765) gerði af Íslandi á fyrri hluta 18. aldar, er jökullinn allur nefndur Hofsjökull. Hægt er að segja að frá og með þeim tíma taki Hofsjökulsnafnið smám saman að festast við jökulinn allan.

Á svonefndum Knoffs-kortum er jökullinn allur nefndur Hofsjökull. Hægt er að segja að frá og með þeim tíma taki Hofsjökulsnafnið smám saman að festast við jökulinn allan.

Það hefur þó væntanlega tekið sinn tíma. Í lýsingu á Sprengisandi í Nýjum félagsritum frá 1848 eru til að mynda bæði nöfnin notuð, í samræmi við það sem Sveinn Pálsson skrifaði rúmum 50 árum fyrr. Þar segir: „Þessi hinn mikli jökull heitir tveim nöfnum: endinn sem Kerlíngarfjöll eru í heitir Hofsjökull, en sá endinn er norður veit heitir Arnarfellsjökull“.

Ljóst er að í dag kemur Arnarfellsjökulsheitið mun sjaldnar fyrir en Hofsjökull. Lausleg athugun á vefnum Tímarit.is sýnir til að mynda að Hofsjökulsheitið er þúsund sinnum algengara en Arnarfellsjökull. Hið fyrrnefnda kemur fyrir 3.650 sinnum en hið síðarnefnda aðeins 34 sinnum.

Tilvísanir:
  1. ^ Á kortinu er það skrifað „Arnarfelds Iokul“.
  2. ^ Jöklaritið var eins konar fylgirit með Ferðabók Sveins Pálssonar og ekki prentað fyrr en 1945, þá í íslenskri þýðingu því Sveinn samdi ritið á dönsku.

Heimildir og myndir:
  • Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn. (e.d.). Íslandskort flokkuð eftir aldri og uppruna. Íslandskort.is. (Sótt af islandskort.is 13.6.2024).
  • M.G. (1848). Lýsíng á Sprengisandi. Ný félagsrit, 8, 53-66. (Sótt af timarit.is 13.6.2024.)
  • Björn Þorsteinsson. (1951, 4. september). Arnarfellsjökull - Hofsjökull. Þjóðviljinn, 16(200), 5. (Sótt af timarit.is 13.6.2024).

Höfundur þakkar Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.7.2024

Síðast uppfært

17.9.2024

Spyrjandi

Bjarni Arnarson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2024, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86754.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2024, 1. júlí). Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86754

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2024. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86754>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?
Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn.

Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið er dregið af heiti Arnarfells hins mikla sem stendur upp úr suðaustanverðum jöklinum, ásamt öðrum tindi sem kallast Arnarfell hið litla.

Elsta birta heiti jökulsins á korti er Arnarfellsjökull (Arnarfeldsjökull). Það kemur fyrst fram árið 1590.

Elsta birta heiti jökulsins á korti er Arnarfellsjökull.[1] Það kemur fyrst fram árið 1590, í viðbótarbindi við kortasafn Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis terrarum. Íslandskortið er eignað Guðbrandi Þorláksyni biskupi á Hólum. Ekki er þó endilega víst að Arnarfellsheitið sé eldra en Hofsjökull því líklega hefur jökullinn, eða hlutar hans, frá fornu farið borið bæði nöfnin. Norðlendingar hafa frekar talað um Hofsjökul en Sunnlendingar kallað hann Arnarfellsjökul.

Í svonefndu Jöklariti Sveins Pálssonar (1762-1840), frá lokum 18. aldar,[2] segir til að mynda þetta um jökulinn:

Skagfirðingar kalla jökulinn Hofsjökul eftir bænum Hofi í Skagafjarðardölum, en Sunnlendingar kalla hann Arnarfellsjökul af fjallinu Arnarfelli sunnan undir honum eða suðvestan við hann [...]

Á svonefndum Knoffs-kortum, sem norski liðsforinginn Thomas Hans Henrik Knoff (1699-1765) gerði af Íslandi á fyrri hluta 18. aldar, er jökullinn allur nefndur Hofsjökull. Hægt er að segja að frá og með þeim tíma taki Hofsjökulsnafnið smám saman að festast við jökulinn allan.

Á svonefndum Knoffs-kortum er jökullinn allur nefndur Hofsjökull. Hægt er að segja að frá og með þeim tíma taki Hofsjökulsnafnið smám saman að festast við jökulinn allan.

Það hefur þó væntanlega tekið sinn tíma. Í lýsingu á Sprengisandi í Nýjum félagsritum frá 1848 eru til að mynda bæði nöfnin notuð, í samræmi við það sem Sveinn Pálsson skrifaði rúmum 50 árum fyrr. Þar segir: „Þessi hinn mikli jökull heitir tveim nöfnum: endinn sem Kerlíngarfjöll eru í heitir Hofsjökull, en sá endinn er norður veit heitir Arnarfellsjökull“.

Ljóst er að í dag kemur Arnarfellsjökulsheitið mun sjaldnar fyrir en Hofsjökull. Lausleg athugun á vefnum Tímarit.is sýnir til að mynda að Hofsjökulsheitið er þúsund sinnum algengara en Arnarfellsjökull. Hið fyrrnefnda kemur fyrir 3.650 sinnum en hið síðarnefnda aðeins 34 sinnum.

Tilvísanir:
  1. ^ Á kortinu er það skrifað „Arnarfelds Iokul“.
  2. ^ Jöklaritið var eins konar fylgirit með Ferðabók Sveins Pálssonar og ekki prentað fyrr en 1945, þá í íslenskri þýðingu því Sveinn samdi ritið á dönsku.

Heimildir og myndir:
  • Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn. (e.d.). Íslandskort flokkuð eftir aldri og uppruna. Íslandskort.is. (Sótt af islandskort.is 13.6.2024).
  • M.G. (1848). Lýsíng á Sprengisandi. Ný félagsrit, 8, 53-66. (Sótt af timarit.is 13.6.2024.)
  • Björn Þorsteinsson. (1951, 4. september). Arnarfellsjökull - Hofsjökull. Þjóðviljinn, 16(200), 5. (Sótt af timarit.is 13.6.2024).

Höfundur þakkar Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir....