Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Friðrik Magnus er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans og leggur stund á rannsóknir í efniseðlisfræði. Sérsvið hans er þróun nýrra fastra efna, sér í lagi segulefna, með aðferðum nanótækninnar.

Föst efni svo sem málmar, hálfleiðarar og einangrarar eru undirstaða allrar tækni. Allt frá bronsöld til okkar daga hefur maðurinn notað efnistækni til að þróa ný efni fyrir ýmiss konar tækninýjungar. Í upphafi bronsaldar áttuðu menn sig á því að þegar kopar og tin var brætt saman í brons var hægt að smíða verkfæri, vopn og byggingarefni sem voru mun betri en áður hafði þekkst. Enn þann dag í dag fara fram rannsóknir á blöndun málma til að fá fram betri eiginleikum, til dæmis fyrir byggingar eða farartæki. Að auki hafa rannsóknir á ofurhreinum málmum, hálfleiðurum og einöngrurum leitt af sér alla þá rafeinda- og tölvutækni sem mótar nútímasamfélag.

Sérsvið Friðriks er þróun nýrra fastra efna með aðferðum nanótækninnar.

Með aðferðum nanótækninnar má setja saman efni atóm fyrir atóm, og þannig stýra efnisuppbyggingu með mun nákvæmari hætti en hægt var á bronsöld. Að auki getum við mynstrað efni í einingar á nanóskala, sem getur leitt af sér eiginleika sem engin náttúruleg efni hafa, svokölluð metaefni. Rannsóknir Friðriks fjalla um notkun þessarar tækni til þess að búa til ný segulefni sem mætti í framtíðinni hagnýta í tölvutækni, rafmótorum, skynjurum og víðar. Örþunn lög, aðeins nokkur atómlög að þykkt, af mismunandi efnum eru sett saman þannig að þau víxlverka og gefa af sér nýja seguleiginleika. Að auki er atómuppröðuninni stýrt þannig að hún verður óreglubundin og þá fæst svokallað málmgler.

Kísilskífa, húðuð með 50 nanómetra þykkri, spegilsléttri nítríðhúð. Þykktin á húðinni samsvarar einum þúsundasta af þykkt mannshárs.

Friðrik er fæddur árið 1980 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2000. Hann lauk B.S.-gráðu í Rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og hélt svo í framhaldsnám til Englands. Þar lauk hann M.Sc. í eðlisfræði frá University of Sussex 2004 og síðan doktorsgráðu í eðlisfræði þéttefnis frá Imperial College London 2008. Að námi loknu starfaði hann sem sérfræðingur á Raunvísindastofnun 2008-2011 og síðan sem vísindamaður í efniseðlisfræðideild Uppsala Universitet í Svíþjóð árin 2012-2015. Friðrik er einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Grein Research ehf, sem sinnir þróun nýrra efna og efnisgreiningu.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

9.5.2018

Síðast uppfært

14.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75753.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75753

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75753>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?
Friðrik Magnus er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans og leggur stund á rannsóknir í efniseðlisfræði. Sérsvið hans er þróun nýrra fastra efna, sér í lagi segulefna, með aðferðum nanótækninnar.

Föst efni svo sem málmar, hálfleiðarar og einangrarar eru undirstaða allrar tækni. Allt frá bronsöld til okkar daga hefur maðurinn notað efnistækni til að þróa ný efni fyrir ýmiss konar tækninýjungar. Í upphafi bronsaldar áttuðu menn sig á því að þegar kopar og tin var brætt saman í brons var hægt að smíða verkfæri, vopn og byggingarefni sem voru mun betri en áður hafði þekkst. Enn þann dag í dag fara fram rannsóknir á blöndun málma til að fá fram betri eiginleikum, til dæmis fyrir byggingar eða farartæki. Að auki hafa rannsóknir á ofurhreinum málmum, hálfleiðurum og einöngrurum leitt af sér alla þá rafeinda- og tölvutækni sem mótar nútímasamfélag.

Sérsvið Friðriks er þróun nýrra fastra efna með aðferðum nanótækninnar.

Með aðferðum nanótækninnar má setja saman efni atóm fyrir atóm, og þannig stýra efnisuppbyggingu með mun nákvæmari hætti en hægt var á bronsöld. Að auki getum við mynstrað efni í einingar á nanóskala, sem getur leitt af sér eiginleika sem engin náttúruleg efni hafa, svokölluð metaefni. Rannsóknir Friðriks fjalla um notkun þessarar tækni til þess að búa til ný segulefni sem mætti í framtíðinni hagnýta í tölvutækni, rafmótorum, skynjurum og víðar. Örþunn lög, aðeins nokkur atómlög að þykkt, af mismunandi efnum eru sett saman þannig að þau víxlverka og gefa af sér nýja seguleiginleika. Að auki er atómuppröðuninni stýrt þannig að hún verður óreglubundin og þá fæst svokallað málmgler.

Kísilskífa, húðuð með 50 nanómetra þykkri, spegilsléttri nítríðhúð. Þykktin á húðinni samsvarar einum þúsundasta af þykkt mannshárs.

Friðrik er fæddur árið 1980 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2000. Hann lauk B.S.-gráðu í Rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og hélt svo í framhaldsnám til Englands. Þar lauk hann M.Sc. í eðlisfræði frá University of Sussex 2004 og síðan doktorsgráðu í eðlisfræði þéttefnis frá Imperial College London 2008. Að námi loknu starfaði hann sem sérfræðingur á Raunvísindastofnun 2008-2011 og síðan sem vísindamaður í efniseðlisfræðideild Uppsala Universitet í Svíþjóð árin 2012-2015. Friðrik er einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Grein Research ehf, sem sinnir þróun nýrra efna og efnisgreiningu.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson

...