Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6488 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?

Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?

Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að svara spurningu með spurningu?

Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál. Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“?

Orðið gáll er notað um skaplyndi almennt en einnig um ofsakæti. Í föstum samböndum er gáll yfirleitt haft með greini, til dæmis „það er góði gállinn á honum núna“, það er ‛hann er í góðu skapi’. Þegar (eða ef ...) sá gállinn er á einhverjum merkir ‛þegar einhver er í því skapi’, til dæmis „Hann er óút...

category-iconLögfræði

Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?

Það lagaumhverfi sem aðstandendur útihátíða búa við er á víð og dreif samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem starfshópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis vann að. Þær reglur sem eiga við um útihátíðir eru meðal annars reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Um eðlilega starfshæ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir leghálskrabbamein sér og hvernig er unnið á því?

Leghálskrabbamein á upptök sín í þeim hluta legsins sem kallast legháls en hann er þar sem leggöng tengjast neðsta hluta legbolsins. Frumulag sem kallast flöguþekja þekur leggöngin en svokölluð kirtilþekja sjálfan legbolinn. Langflest leghálskrabbamein (um 90%) eiga upptök sín þar sem kirtilþekjan mætir flöguþekju...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?

Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...

category-iconLífvísindi: almennt

Fækkar víkjandi erfðaeiginleikum sem einkenna norrænt fólk, t.d. ljóshærðum, með auknum fólksflutningum á næstu áratugum?

Þetta fer meðal annars eftir því hvað átt er við með fækkun. Í spurningunni er einnig rætt um víkjandi erfðaeiginleika sem leiðir hugann að erfðum og æxlun. Ýmsir eiginleikar manna eins og litaraft, hárgerð, lögun tanna, hæð og fleiri eru breytilegir eftir landsvæðum. Á grundvelli slíkra eiginleika hafa ýmsir h...

category-iconLæknisfræði

Geta börn kúkað í legvatni móðurinnar áður en þau fæðast og veldur það einhverri hættu?

Upptaka næringarefna, úrgangslosun og loftskipti fósturs fara fram í gegnum fylgju sem er tengd blóðrás móðurinnar. Móðirin sér því í raun um meltingu fyrir fóstrið og það þarf því ekki að skila af sér saur. Fóstursaur (e. meconium) nefnast fyrstu hægðir sem koma frá nýfæddu barni og á heitið einnig við um hæg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?

Faraday-búr eða rafbúr voru fundin upp af enska eðlisfræðingnum Michael Faraday (1791-1867) árið 1836. Með þeim er hægt að útiloka utanaðkomandi rafsegulsvið af tilteknum tegundum. Búrin eru gerð úr málmi, ýmist með heilum málmþynnum í veggjunum, málmgrind eða málmi með enn annarri lögun. Lögun búrsins ræður því h...

category-iconHeimspeki

Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök. Löghy...

category-iconLögfræði

Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "góðan dag" eða "góðan daginn"? Er önnur notkunin röng?

Í sambandinu ,,góðan dag" beygjast saman lýsingarorð í sterkri beygingu og nafnorð án greinis: Nf. góður dagur Þf. góðan dag Þgf. góðum degi Ef. góðs dags Ef nafnorðið er með viðskeyttum greini beygist lýsingarorðið samkvæmt veikri beygingu: Nf. góði dagurinn Þf. góða daginn Þgf. góða deginum Ef. góða dag...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?

Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt! Hvað ætli þetta séu margar b...

Fleiri niðurstöður