- Er ég góð? Það mætti til dæmis svara því á þennan hátt: Hvað finnst þér?
- Hver er tilgangur lífsins? Þeirri spurningu mætti svara svona: Hvað heldur þú?
- Kemur þú í kvöld? Það væri tæknilega hægt að svara með annarri spurningu, til dæmis: Kem ég? En það væri ekki skilvirkt svar, sérstaklega ef sá/sú sem spyr ætlaði að halda hinum veislu. Ef viðkomandi fengi ekki svar sem bendir til þess að hinn komi, þá gæti allt eins verið að hann/hún hætti bara við veisluna og færi í bíó.
- Ert þú með barnið? Og svarið væri til dæmis: Er ég með barnið? Ef faðir spyr móður barnsins og fær þetta svar þá veit hann ekki hvar barnið er; hvort barnið er hjá móðurinni eða hvort það sé kannski týnt sem er örugglega mjög óþægilegt og gæti verið skaðlegt fyrir barnið.
- Ert þú búin að aftengja sprengjuna? gæti James Bond spurt þegar hann væri í þann mund að bjarga plánetunni en ef hann fengi svarið: Af hverju er himininn blár? þá gæti hann verið í vanda staddur og þyrfti þá að hafa áhyggjur af því að sprengjan gæti sprungið á hverri stundu.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.