Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að svara spurningu með spurningu?

Lilja Dögg Erlingsdóttir, Sara Ívarsdóttir og NHH

Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál.

Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að þó að tæknilega sé hægt að svara spurningu með spurningu þá séu samræðuvenjur samfélagsins á þann hátt að enginn myndi taka mark á manni eða umgangast mann ef maður legði það í vana sinn að svara með spurningu.

Spurningar eru ólíkar og það gæti komið niður á samskiptum manna á milli ef sumum spurningum er svarað með spurningu. Raunar gæti það hreinlega verið stórhættulegt út frá praktískum atriðum er varða líf og dauða manna. Síðan eru aftur á móti önnur tilfelli þar sem eina góða svarið við spurningu er önnur spurning. Sumar spurningar eru nefnilega það „stórar“ að erfitt er að svara þeim á annan hátt en að spyrja aftur spurningar, sérstaklega ef það er ekkert eitt rétt svar við spurningunni. Síðan eru til spurningar sem hreinlega kalla á aðrar spurningar. Þetta fer sem sagt allt eftir því hvers „eðlis“ spurningin er. Spurningar eru mjög margvíslegar að gerð, allt frá því að vera skilvirkur samskiptamáti fyrir framkvæmd daglegra mála til þess að vera eitt aðaltól heimspekilegra hugleiðinga.

Hentugt er að nota spurningarmerki til að tilgreina spurningu í texta.

Hér eru nokkur dæmi um spurningar sem vel væri hægt að svara með annarri spurningu:
  • Er ég góð? Það mætti til dæmis svara því á þennan hátt: Hvað finnst þér?
  • Hver er tilgangur lífsins? Þeirri spurningu mætti svara svona: Hvað heldur þú?

Hér eru svo nokkur dæmi um spurningar sem verra væri að svara með annarri spurningu:
  • Kemur þú í kvöld? Það væri tæknilega hægt að svara með annarri spurningu, til dæmis: Kem ég? En það væri ekki skilvirkt svar, sérstaklega ef sá/sú sem spyr ætlaði að halda hinum veislu. Ef viðkomandi fengi ekki svar sem bendir til þess að hinn komi, þá gæti allt eins verið að hann/hún hætti bara við veisluna og færi í bíó.
  • Ert þú með barnið? Og svarið væri til dæmis: Er ég með barnið? Ef faðir spyr móður barnsins og fær þetta svar þá veit hann ekki hvar barnið er; hvort barnið er hjá móðurinni eða hvort það sé kannski týnt sem er örugglega mjög óþægilegt og gæti verið skaðlegt fyrir barnið.
  • Ert þú búin að aftengja sprengjuna? gæti James Bond spurt þegar hann væri í þann mund að bjarga plánetunni en ef hann fengi svarið: Af hverju er himininn blár? þá gæti hann verið í vanda staddur og þyrfti þá að hafa áhyggjur af því að sprengjan gæti sprungið á hverri stundu.

Kosturinn við að svara með spurningu er að þá er vonlaust að svara ósatt hvernig sem maður skilgreinir sannleika. Oft á tíðum vekja slíkar spurningar líka spyrjanda til frekari umhugsunar. Þess vegna gæti verið ákjósanlegt að taka slíkt svar, að minnsta kosti, til greina í stað þess að vísa þeim umsvifalaust á bug. Hins vegar virðist ljóst að ef að alltaf væri svarað með spurningu væri erfitt að gera nokkurn skapaðan hlut!


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

1.7.2013

Spyrjandi

Unnur Andrea Ásgeirsdóttir

Tilvísun

Lilja Dögg Erlingsdóttir, Sara Ívarsdóttir og NHH. „Er hægt að svara spurningu með spurningu?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2013, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57112.

Lilja Dögg Erlingsdóttir, Sara Ívarsdóttir og NHH. (2013, 1. júlí). Er hægt að svara spurningu með spurningu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57112

Lilja Dögg Erlingsdóttir, Sara Ívarsdóttir og NHH. „Er hægt að svara spurningu með spurningu?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2013. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57112>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að svara spurningu með spurningu?
Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál.

Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að þó að tæknilega sé hægt að svara spurningu með spurningu þá séu samræðuvenjur samfélagsins á þann hátt að enginn myndi taka mark á manni eða umgangast mann ef maður legði það í vana sinn að svara með spurningu.

Spurningar eru ólíkar og það gæti komið niður á samskiptum manna á milli ef sumum spurningum er svarað með spurningu. Raunar gæti það hreinlega verið stórhættulegt út frá praktískum atriðum er varða líf og dauða manna. Síðan eru aftur á móti önnur tilfelli þar sem eina góða svarið við spurningu er önnur spurning. Sumar spurningar eru nefnilega það „stórar“ að erfitt er að svara þeim á annan hátt en að spyrja aftur spurningar, sérstaklega ef það er ekkert eitt rétt svar við spurningunni. Síðan eru til spurningar sem hreinlega kalla á aðrar spurningar. Þetta fer sem sagt allt eftir því hvers „eðlis“ spurningin er. Spurningar eru mjög margvíslegar að gerð, allt frá því að vera skilvirkur samskiptamáti fyrir framkvæmd daglegra mála til þess að vera eitt aðaltól heimspekilegra hugleiðinga.

Hentugt er að nota spurningarmerki til að tilgreina spurningu í texta.

Hér eru nokkur dæmi um spurningar sem vel væri hægt að svara með annarri spurningu:
  • Er ég góð? Það mætti til dæmis svara því á þennan hátt: Hvað finnst þér?
  • Hver er tilgangur lífsins? Þeirri spurningu mætti svara svona: Hvað heldur þú?

Hér eru svo nokkur dæmi um spurningar sem verra væri að svara með annarri spurningu:
  • Kemur þú í kvöld? Það væri tæknilega hægt að svara með annarri spurningu, til dæmis: Kem ég? En það væri ekki skilvirkt svar, sérstaklega ef sá/sú sem spyr ætlaði að halda hinum veislu. Ef viðkomandi fengi ekki svar sem bendir til þess að hinn komi, þá gæti allt eins verið að hann/hún hætti bara við veisluna og færi í bíó.
  • Ert þú með barnið? Og svarið væri til dæmis: Er ég með barnið? Ef faðir spyr móður barnsins og fær þetta svar þá veit hann ekki hvar barnið er; hvort barnið er hjá móðurinni eða hvort það sé kannski týnt sem er örugglega mjög óþægilegt og gæti verið skaðlegt fyrir barnið.
  • Ert þú búin að aftengja sprengjuna? gæti James Bond spurt þegar hann væri í þann mund að bjarga plánetunni en ef hann fengi svarið: Af hverju er himininn blár? þá gæti hann verið í vanda staddur og þyrfti þá að hafa áhyggjur af því að sprengjan gæti sprungið á hverri stundu.

Kosturinn við að svara með spurningu er að þá er vonlaust að svara ósatt hvernig sem maður skilgreinir sannleika. Oft á tíðum vekja slíkar spurningar líka spyrjanda til frekari umhugsunar. Þess vegna gæti verið ákjósanlegt að taka slíkt svar, að minnsta kosti, til greina í stað þess að vísa þeim umsvifalaust á bug. Hins vegar virðist ljóst að ef að alltaf væri svarað með spurningu væri erfitt að gera nokkurn skapaðan hlut!


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....