Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?

IRR

Faraday-búr eða rafbúr voru fundin upp af enska eðlisfræðingnum Michael Faraday (1791-1867) árið 1836. Með þeim er hægt að útiloka utanaðkomandi rafsegulsvið af tilteknum tegundum. Búrin eru gerð úr málmi, ýmist með heilum málmþynnum í veggjunum, málmgrind eða málmi með enn annarri lögun. Lögun búrsins ræður því hvers hvers konar rafsegulsvið búrin útiloka.

Venjulegur fjölskyldubíll með málmþaki er gott dæmi um eins konar rafbúr. Ef eldingu slær niður í bílinn drefist rafhleðslan í eldingunni um ytra byrði bílsins en straumur fer ekki um rýmið sjálft inni í bílnum. Þetta gerir það að verkum að þau sem sitja í bílnum eru örugg svo lengi sem þau reyna ekki að koma sér út.

Stelpurnar inn í þessu Faraday-búri er óhultar fyrir rafsegulsviði af ákveðinni bylgjulengd.

Bílinn er gott rafbúr fyrir rafsegulbylgjur sem hafa miklu lengri bylgjulengd en stærð glugganna á honum. Rafsviðið í eldingunni hefur lága tíðni og því mjög langa bylgjulengd. Öðru gegnir um útvarpsbylgjur, þær geta verið í stærðarþrepinu 1 km (langbylgja) niður í metra (FM). Ef útvarpsviðtæki er sett inn í bíl verður móttakan léleg af því að rafsegulsvið útvarpsbylgnanna nær illa inn í hann. Þess vegna þarf að koma útvarpsloftneti fyrir utan bílinn.

Tíðni farsíma er hins vegar miklu hærri en í útvarpi og við eigum því ekki í vandræðum með að nota þá inni í bíl. Bylgjulengdin farsímum er aðeins nokkrir tugir sentimetra, miklu minni en hæð og breidd bílglugganna.

Hægt er að lesa meira um rafbúr í svörum við spurningunum Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa? og Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn? en þetta svar byggir einmitt á þeim.

Aðrar heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

22.5.2014

Spyrjandi

Þórunn Ósk Jóhannesdóttir, f. 2000

Tilvísun

IRR. „Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66602.

IRR. (2014, 22. maí). Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66602

IRR. „Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66602>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Faraday-búr eða rafbúr?
Faraday-búr eða rafbúr voru fundin upp af enska eðlisfræðingnum Michael Faraday (1791-1867) árið 1836. Með þeim er hægt að útiloka utanaðkomandi rafsegulsvið af tilteknum tegundum. Búrin eru gerð úr málmi, ýmist með heilum málmþynnum í veggjunum, málmgrind eða málmi með enn annarri lögun. Lögun búrsins ræður því hvers hvers konar rafsegulsvið búrin útiloka.

Venjulegur fjölskyldubíll með málmþaki er gott dæmi um eins konar rafbúr. Ef eldingu slær niður í bílinn drefist rafhleðslan í eldingunni um ytra byrði bílsins en straumur fer ekki um rýmið sjálft inni í bílnum. Þetta gerir það að verkum að þau sem sitja í bílnum eru örugg svo lengi sem þau reyna ekki að koma sér út.

Stelpurnar inn í þessu Faraday-búri er óhultar fyrir rafsegulsviði af ákveðinni bylgjulengd.

Bílinn er gott rafbúr fyrir rafsegulbylgjur sem hafa miklu lengri bylgjulengd en stærð glugganna á honum. Rafsviðið í eldingunni hefur lága tíðni og því mjög langa bylgjulengd. Öðru gegnir um útvarpsbylgjur, þær geta verið í stærðarþrepinu 1 km (langbylgja) niður í metra (FM). Ef útvarpsviðtæki er sett inn í bíl verður móttakan léleg af því að rafsegulsvið útvarpsbylgnanna nær illa inn í hann. Þess vegna þarf að koma útvarpsloftneti fyrir utan bílinn.

Tíðni farsíma er hins vegar miklu hærri en í útvarpi og við eigum því ekki í vandræðum með að nota þá inni í bíl. Bylgjulengdin farsímum er aðeins nokkrir tugir sentimetra, miklu minni en hæð og breidd bílglugganna.

Hægt er að lesa meira um rafbúr í svörum við spurningunum Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa? og Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn? en þetta svar byggir einmitt á þeim.

Aðrar heimildir:

Mynd:

...