Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?

Þegar við fáum okkur humar er það yfirleitt halinn sem við borðum. Á halanum er dökk rák sem er aftasti hluti meltingarvegarins, en hann endar í endaþarmsopinu. Endaþarmurinn liggur aftast á halanum neðanverðum undir skelblöðkunum. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja rákina áður en humarinn er borðaður. Sumum þyk...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?

Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr. Þrátt fyrir að soldáni...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

category-iconSálfræði

Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?

Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Fl...

category-iconHugvísindi

Hvað er expressjónismi?

Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna and...

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

category-iconLögfræði

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?

Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru beinin stór í húsflugum?

Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski. Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring. Stoðgr...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?

Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt? Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?

Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?

Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...

category-iconVísindi almennt

Hvert er öflugasta andoxunarefnið? Og stafar öldrun ekki aðallega af oxun í líkamanum?

Það er ekki svo fráleitt að ýmislegt sem við tengjum við forgengileika megi rekja til oxunar þegar að er gáð. Ryðgun járns er oxun eins og fram kemur í svari Ágústs Kvaran og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ryðga málmar í frosti? Spanskgrænan sem fellur á kopar í lofti, til dæmis á myndastyttur, verður l...

Fleiri niðurstöður