Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar.Þekktasti d-dagurinn er vafalítið 6. júní árið 1944 þegar bandamenn réðust gegn nasistum í Normandí við strendur Frakklands. Ekki er hægt að nefna nákvæma tölu yfir fjölda látinna. Upphaflega var talið að um 2.500 bandamenn hafi látið lífið en nýjar rannsóknir benda til þess að talan sé mun hærri, eða um 4.400. Tölur yfir fjölda látinna í röðum Þjóðaverja liggja ekki fyrir. Aftur á móti er talið að á bilinu 4.000-9.000 hafi annaðhvort látist, særst, týnst eða verið teknir fanga af bandamönnum. Mun fleiri létu þó lífið ef litið er á innrásina í Normandí í heild sinni. Til að mynda létust hátt í 20.000 óbreyttir borgarar í tengslum við innrásina í Normandí, flestir í loftárásum bandamanna. Heimildir:
- Portsmouth Museums and Records: D-Day and the Battle of Normandy: Your Questions Answered. (Skoðað 20.6.2013).
- Normandy landings - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 20.6.2013).
- Normandy landings - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 20.6.2013).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.