Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?

Einar Örn Þorvaldsson

Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr.

Þrátt fyrir að soldáninn sé fylgjandi einkvæni getur hann hvorki staðið gegn ráðgjafa sínum né ríkjandi trúarbrögðum í landinu þannig að nú eru góð ráð dýr. Hann var djúpt hugsi í stutta stund en allt í einu færðist yfir hann bros. "Lausnin er einföld", sagði hann við ráðgjafann, "við gefum bara út þá tilskipun að konur þessa lands fái aðeins að halda áfram barneignum svo fremi sem þær eignist stúlkur. Um leið og kona eignast sinn fyrsta son fær hún ekki að eignast fleiri börn, að viðlagðri harðri refsingu."

Soldáninn hélt áfram: "Þetta hlýtur að hafa í för með sér þær breytingar sem þú vilt. Eftir að lögin verða sett á förum við til dæmis að sjá konur sem eiga fjórar stúlkur og einn dreng, tíu stúlkur og einn dreng, ef til vill einhverjar sem eignast aðeins einn pilt og svo framvegis. Þá hlýtur hlutfall kvenna að aukast!"

Ráðgjafinn, sem hafði setið þögull fram að þessu, virtist nú allt í einu skilja og yfir hann færðist ánægjubros. Loksins hafði hann haft sitt fram og dreif hann sig nú út til að bera út fréttirnar.

Ungi prinsinn hafði heyrt hvað fór milli föður síns og ráðgjafans. Hann kom nú hlaupandi með tárin í augunum og spurði soldáninn hvers vegna hann hefði látið undan kröfum vitfirringsins. Soldáninn hló bara og sagði við prinsinn: "Ég lét ekki undan". "En pabbi…" "Jú, sjáðu til”, sagði soldáninn hæglátlega, "lögin munu alls ekki breyta hlutfalli karla og kvenna, vegna þess að..."

Hvernig útskýrði soldáninn fyrir prinsinum hvers vegna lögin myndu ekki breyta hlutfallinu?



Svar við gátunni má finna hér



Þýtt og endursagt úr:

Gamow, George & Stern, Marvin. Puzzle-Math. MacMillan & Co LTD, London. 1958.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.7.2002

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2620.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 31. júlí). Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2620

Einar Örn Þorvaldsson. „Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2620>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?
Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr.

Þrátt fyrir að soldáninn sé fylgjandi einkvæni getur hann hvorki staðið gegn ráðgjafa sínum né ríkjandi trúarbrögðum í landinu þannig að nú eru góð ráð dýr. Hann var djúpt hugsi í stutta stund en allt í einu færðist yfir hann bros. "Lausnin er einföld", sagði hann við ráðgjafann, "við gefum bara út þá tilskipun að konur þessa lands fái aðeins að halda áfram barneignum svo fremi sem þær eignist stúlkur. Um leið og kona eignast sinn fyrsta son fær hún ekki að eignast fleiri börn, að viðlagðri harðri refsingu."

Soldáninn hélt áfram: "Þetta hlýtur að hafa í för með sér þær breytingar sem þú vilt. Eftir að lögin verða sett á förum við til dæmis að sjá konur sem eiga fjórar stúlkur og einn dreng, tíu stúlkur og einn dreng, ef til vill einhverjar sem eignast aðeins einn pilt og svo framvegis. Þá hlýtur hlutfall kvenna að aukast!"

Ráðgjafinn, sem hafði setið þögull fram að þessu, virtist nú allt í einu skilja og yfir hann færðist ánægjubros. Loksins hafði hann haft sitt fram og dreif hann sig nú út til að bera út fréttirnar.

Ungi prinsinn hafði heyrt hvað fór milli föður síns og ráðgjafans. Hann kom nú hlaupandi með tárin í augunum og spurði soldáninn hvers vegna hann hefði látið undan kröfum vitfirringsins. Soldáninn hló bara og sagði við prinsinn: "Ég lét ekki undan". "En pabbi…" "Jú, sjáðu til”, sagði soldáninn hæglátlega, "lögin munu alls ekki breyta hlutfalli karla og kvenna, vegna þess að..."

Hvernig útskýrði soldáninn fyrir prinsinum hvers vegna lögin myndu ekki breyta hlutfallinu?



Svar við gátunni má finna hér



Þýtt og endursagt úr:

Gamow, George & Stern, Marvin. Puzzle-Math. MacMillan & Co LTD, London. 1958....