Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1054 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?

Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...

category-iconHugvísindi

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Húsvíkingum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?

Háskólalestin var á Húsavík síðustu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 30. fengu Húsvíkingar og aðrir gestir að spreyta sig á ýmsum þrautum og gátum, þar á meðal á svonefndri jafnvægisþraut og að setja saman tening. Jafnvægisþrautin felst í því að raða fimm jafnstórum trékubbum í lárétta röð þanni...

category-iconFornleifafræði

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?

Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...

category-iconLögfræði

Hvað eru meginreglur laga?

Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?

Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru hraun flokkuð?

Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?

Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum?

Venjulegir símar eru ekki vatnsheldari en svo, að vatnið kemst fljótlega að spennuhafa hlutum, til dæmis snertunum við rafhlöðuna. Strangt til tekið er svarið því já, en í daglegu tali þýðir orðalagið "að fá straum" að viðkomandi finni fyrir honum. Það er ólíklegt í þessu tilviki. Við algenga rafhlöðuspennu getur ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?

Upphafleg spurning var:Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisl...

Fleiri niðurstöður