Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?

Sigurður Steinþórsson

Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðinni sem bar þá, heldur greip bráðin þá með sér einhvers staðar á leið sinni gegnum jarðskorpuna.[3] Þrennt er athygisvert við hraunið: plagíóklas-dílarnir, rúmmálið (25 km3) og lengdin (130 km).

Þjórsárhraun myndaðist á 25-30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðbarbungukerfis fyrir um ~8700 árum. Gosið var svo öflugt og bráðin svo heit og seigjulítil, að hraunið rann jafn óðum burt undan vægum halla, um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.

Því hefur fyrr verið svarað á Vísindavefnum[4] hvað ráði því hve langt hraun geti flætt áður en það storknar: það fer eftir (1) efnasamsetningu bráðarinnar, (2) hita hennar og (3) seigju, (4) rúmmáli hraunbráðarinnar, (5) goshraða og (6) landslagi.

Skoðum hvernig Þjórsárhraun fellur að þessu. Basaltbráð er 1100–1200°C heit – hiti Holuhrauns, sem rann úr Bárðarbungukerfinu 2014–15, var 1170°C – og þunnfljótandi við þann háa hita. Hraunið rann úr langri sprungu, mikið að vöxtum og sennilega af ákafa eins og hraunin úr Eldgjá 934 og úr Lakagígum 1783. Miðað við það að síðarnefnda hraunið sé 15 km3 og hafi myndast á 8 mánuðum, var meðalstreymið 723 m3/sek – og Lakagígahraun er „aðeins“ 60% af rúmmáli Þjórsárhrauns. Frá gosstöðvunum SV Vatnajökuls í tæplega 600 m hæð hallar landi tiltölulega jafnt til sjávar, meðalhalli um þriðjungur af gráðu. Á leið sinni til sjávar fór hraunið um ýmsa dali, fyllti þá eða grynnti, og breiddi loks úr sér neðarlega í Flóanum milli Ölfusár og Þjórsár.

Enn er ógetið tveggja eiginleika basalthrauna af þessu tagi: glóandi yfirborð þeirra kólnar snarlega og storknar í fasta skán sem einangrar bráðina undir frá varmatapi. Og kristöllun við lækkandi hita er útvermin og hægir þannig kólnun bráðarinnar.

Í stuttu máli: Þjórsárhraun myndaðist á 25-30 km langri gossprungu, í svo öflugu gosi og bráðin svo heit og seigjulítil, að hraunið rann jafn óðum burt undan vægum halla. Ákafi gossins, einangrun hraunsins undir varmaeinangrandi skorpu, og kristöllun í bráðinu, ollu því að hafið sjálft þurfti til að stöðva framrás þess. Hægara kvikustreymi um einn gíg hefði leitt til myndunar 25 km3 dyngju.

Tilvísanir:
  1. ^ Árni Hjartarson 1988. Þjórsárhraunið mikla – stærsta nútímahraun jarðar. Náttúrufræðingurinn 58: 1-16.
  2. ^ Árni Hjartarson 2011. Víðáttumestu hraun Íslands. Náttúrufræðingurinn 81: 37-49.
  3. ^ Sæmundur Ari Halldórsson o.fl. 2008. Isotopic heterogeneity of the Thjorsa lava – Implications for mantle sources and crustal processes within the Eastern Rift Zone, Iceland. Chemical Geology 255: 305-316.
  4. ^ Sigurður Steinþórsson. (2014, 10. október). Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Vísindavefurinn.

Kort:
  • © Ari Trausti Guðmundsson og Árni Hjartarson 1988. Kortið er birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.6.2021

Spyrjandi

Jón Þorsteinsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2021, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81928.

Sigurður Steinþórsson. (2021, 22. júní). Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81928

Sigurður Steinþórsson. „Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2021. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81928>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?
Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðinni sem bar þá, heldur greip bráðin þá með sér einhvers staðar á leið sinni gegnum jarðskorpuna.[3] Þrennt er athygisvert við hraunið: plagíóklas-dílarnir, rúmmálið (25 km3) og lengdin (130 km).

Þjórsárhraun myndaðist á 25-30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðbarbungukerfis fyrir um ~8700 árum. Gosið var svo öflugt og bráðin svo heit og seigjulítil, að hraunið rann jafn óðum burt undan vægum halla, um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.

Því hefur fyrr verið svarað á Vísindavefnum[4] hvað ráði því hve langt hraun geti flætt áður en það storknar: það fer eftir (1) efnasamsetningu bráðarinnar, (2) hita hennar og (3) seigju, (4) rúmmáli hraunbráðarinnar, (5) goshraða og (6) landslagi.

Skoðum hvernig Þjórsárhraun fellur að þessu. Basaltbráð er 1100–1200°C heit – hiti Holuhrauns, sem rann úr Bárðarbungukerfinu 2014–15, var 1170°C – og þunnfljótandi við þann háa hita. Hraunið rann úr langri sprungu, mikið að vöxtum og sennilega af ákafa eins og hraunin úr Eldgjá 934 og úr Lakagígum 1783. Miðað við það að síðarnefnda hraunið sé 15 km3 og hafi myndast á 8 mánuðum, var meðalstreymið 723 m3/sek – og Lakagígahraun er „aðeins“ 60% af rúmmáli Þjórsárhrauns. Frá gosstöðvunum SV Vatnajökuls í tæplega 600 m hæð hallar landi tiltölulega jafnt til sjávar, meðalhalli um þriðjungur af gráðu. Á leið sinni til sjávar fór hraunið um ýmsa dali, fyllti þá eða grynnti, og breiddi loks úr sér neðarlega í Flóanum milli Ölfusár og Þjórsár.

Enn er ógetið tveggja eiginleika basalthrauna af þessu tagi: glóandi yfirborð þeirra kólnar snarlega og storknar í fasta skán sem einangrar bráðina undir frá varmatapi. Og kristöllun við lækkandi hita er útvermin og hægir þannig kólnun bráðarinnar.

Í stuttu máli: Þjórsárhraun myndaðist á 25-30 km langri gossprungu, í svo öflugu gosi og bráðin svo heit og seigjulítil, að hraunið rann jafn óðum burt undan vægum halla. Ákafi gossins, einangrun hraunsins undir varmaeinangrandi skorpu, og kristöllun í bráðinu, ollu því að hafið sjálft þurfti til að stöðva framrás þess. Hægara kvikustreymi um einn gíg hefði leitt til myndunar 25 km3 dyngju.

Tilvísanir:
  1. ^ Árni Hjartarson 1988. Þjórsárhraunið mikla – stærsta nútímahraun jarðar. Náttúrufræðingurinn 58: 1-16.
  2. ^ Árni Hjartarson 2011. Víðáttumestu hraun Íslands. Náttúrufræðingurinn 81: 37-49.
  3. ^ Sæmundur Ari Halldórsson o.fl. 2008. Isotopic heterogeneity of the Thjorsa lava – Implications for mantle sources and crustal processes within the Eastern Rift Zone, Iceland. Chemical Geology 255: 305-316.
  4. ^ Sigurður Steinþórsson. (2014, 10. október). Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Vísindavefurinn.

Kort:
  • © Ari Trausti Guðmundsson og Árni Hjartarson 1988. Kortið er birt með góðfúslegu leyfi.
...