Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 747 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?

Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna? Á upplýsingafundi Alm...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni listarinnar?

Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa. Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Duchenne vöðvarýrnun?

Vöðvarýrnanir (muscular dystrophies) eru flokkur vöðvasjúkdóma sem veldur vöðvarýrnun og kraftleysi. Mjög mismunandi er hversu alvarleg og útbreidd einkennin eru, en þau koma oft fram í æsku. Þessir sjúkdómar eru arfgengir og eru rúmlega 30 mismunandi tegundir þekktar. Greint er á milli mismunandi sjúkdóma út frá ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?

Ristilkrampi eða iðraólga eru truflanir á starfsemi ristilsins. Þetta lýsir sér á þann hátt að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn. Einnig getur frásog á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?

Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurst...

category-iconNæringarfræði

Hvað er næring í æð?

Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður húðslit?

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?

Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...

category-iconLæknisfræði

Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?

Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið a...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í geg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

Fleiri niðurstöður