Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1550 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?

Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...

category-iconHeimspeki

Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?

Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...

category-iconHeimspeki

Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?

Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er þriðja stigs jafna leyst án þess að nota tölvu?

Þeir sem hafa lært einhverja stærðfræði í framhaldsskóla muna örugglega eftir því að hafa lært að leysa jöfnur af gerðinni a x2 + b x + c = 0, þar sem tölurnar a, b og c eru einhverjar rauntölur sem eru kallaðar stuðlar jöfnunnar. Jöfnur af þessu tagi eru annars stigs jöfnur, nefndar eftir hæsta veldinu á óþekktu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

category-iconStærðfræði

Hvað er níu-prófun?

Öll spurningin hljóðaði svona: Mér var kennt um miðja síðustu öld að finna þversummu þar til aðeins einn tölustafur stæði eftir. Dæmi: 378 ... 3 + 7 + 8 = 18 og 1 + 8 = 9. Þar með væri þversumma tölunnar 378 níu. Er það rangt? Og ef svo er, hvað kallast þá að taka ítrekað þversummu niður í einn tölustaf? V...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Við hjónin höfum fylgst með fuglalífi á Álftanesinu, ekki síst viðkomu margæsa á vorin og aftur á haustin. Það komu allstórir flokkar margæsa í vor en óvenjulega fáir í haust frá varpstöðunum. Kunnið þið einhvern frekari deili á þessu, eða misstum við bara af þessu? Hversu stór e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?

Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum?

Venjulegir símar eru ekki vatnsheldari en svo, að vatnið kemst fljótlega að spennuhafa hlutum, til dæmis snertunum við rafhlöðuna. Strangt til tekið er svarið því já, en í daglegu tali þýðir orðalagið "að fá straum" að viðkomandi finni fyrir honum. Það er ólíklegt í þessu tilviki. Við algenga rafhlöðuspennu getur ...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex hárið?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér? Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði? Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum? Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis). Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu mil...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er víkjandi lán?

Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst 4 km suður í Kötluhlaupinu 1918. Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal. Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörl...

Fleiri niðurstöður