Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er víkjandi lán?

Gylfi Magnússon

Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum.

Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tiltekið fyrirtæki í skilum við alla sem það skuldar. Ef það tekst getur fyrirtækið síðan notað eignir umfram skuldir til að greiða eigendum, til dæmis hluthöfum ef um hlutafélag er að ræða. Ef reksturinn gengur hins vegar illa finna eigendur fyrst fyrir því. Ef eignir nægja ekki fyrir skuldum geta eigendur ekki krafist þess að fá neinar greiðslur frá fyrirtækinu. Þeir sem veitt hafa slíku fyrirtæki víkjandi lán finna næst fyrir vandræðum þess. Segja má því að víkjandi lán séu aftast í skuldaröðinni. Ef eignir fyrirtækis nægja ekki til að greiða öllum sem eiga kröfur framar í skuldaröðinni fá þeir sem veitt hafa víkjandi lán ekkert endurgreitt.

Víkjandi lán eru aftast í skuldaröðinni.

Þeir sem veitt hafa víkjandi lán hafa því um sumt svipaða stöðu og hluthafar í fyrirtæki; þessir hópar sitja saman í súpunni ef eignir nægja ekki fyrir skuldum við aðra. Hluthafar eiga einungis kröfu á það sem af gengur þegar öllum öðrum hefur verið greitt. Á ensku er þetta kallað að vera residual claimant en claimant er kröfuhafi, sá sem á kröfu, og residue er afgangur. Þeir sem veitt hafa víkjandi lán eru einu skrefi framar en hluthafar í röð kröfuhafa. Þeir eiga einungis kröfu á að fá þau lán sem þeir hafa veitt endurgreidd ef eitthvað er afgangs þegar aðrir lánveitendur hafa fengið sitt.

Vegna þessa eiginleika víkjandi lána geta þau stundum komið, að minnsta kosti að nokkru marki, í stað eigin fjár. Til dæmis geta fjármálafyrirtæki að ákveðnu marki notað víkjandi lán til að fullnægja kröfum sem gerðar eru um hve mikið eigið fé þeirra þarf að vera.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.6.2001

Spyrjandi

Hlynur Ólafsson, f. 1981

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er víkjandi lán?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1697.

Gylfi Magnússon. (2001, 13. júní). Hvað er víkjandi lán? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1697

Gylfi Magnússon. „Hvað er víkjandi lán?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1697>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er víkjandi lán?
Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum.

Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tiltekið fyrirtæki í skilum við alla sem það skuldar. Ef það tekst getur fyrirtækið síðan notað eignir umfram skuldir til að greiða eigendum, til dæmis hluthöfum ef um hlutafélag er að ræða. Ef reksturinn gengur hins vegar illa finna eigendur fyrst fyrir því. Ef eignir nægja ekki fyrir skuldum geta eigendur ekki krafist þess að fá neinar greiðslur frá fyrirtækinu. Þeir sem veitt hafa slíku fyrirtæki víkjandi lán finna næst fyrir vandræðum þess. Segja má því að víkjandi lán séu aftast í skuldaröðinni. Ef eignir fyrirtækis nægja ekki til að greiða öllum sem eiga kröfur framar í skuldaröðinni fá þeir sem veitt hafa víkjandi lán ekkert endurgreitt.

Víkjandi lán eru aftast í skuldaröðinni.

Þeir sem veitt hafa víkjandi lán hafa því um sumt svipaða stöðu og hluthafar í fyrirtæki; þessir hópar sitja saman í súpunni ef eignir nægja ekki fyrir skuldum við aðra. Hluthafar eiga einungis kröfu á það sem af gengur þegar öllum öðrum hefur verið greitt. Á ensku er þetta kallað að vera residual claimant en claimant er kröfuhafi, sá sem á kröfu, og residue er afgangur. Þeir sem veitt hafa víkjandi lán eru einu skrefi framar en hluthafar í röð kröfuhafa. Þeir eiga einungis kröfu á að fá þau lán sem þeir hafa veitt endurgreidd ef eitthvað er afgangs þegar aðrir lánveitendur hafa fengið sitt.

Vegna þessa eiginleika víkjandi lána geta þau stundum komið, að minnsta kosti að nokkru marki, í stað eigin fjár. Til dæmis geta fjármálafyrirtæki að ákveðnu marki notað víkjandi lán til að fullnægja kröfum sem gerðar eru um hve mikið eigið fé þeirra þarf að vera.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: