Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6261 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?

Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um. Líkt og hákarlar laðast píranafiskar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin gul og skínandi?

Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegn...

category-iconVísindavefur

Hver er stærsti demantur í heimi, hve stór er hann og hvað myndi hann kosta ef hann væri falur?

Stærsti demantur sem fundist hefur kallast Cullinan og var 3106 karöt (rúmlega 600 g). Hann fannst árið 1905 í námu sem kallaðist Premier Mine í Transvaal, sem þá var bresk nýlenda en varð seinna hluti af Suður-Afríku. Demanturinn var gjöf stjórnvalda í Transvaal til Játvarðs VII Englandskonungs á 66 ára afmæli ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.

Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?

Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ferðasúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar. Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í an...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvort er rétt: bollalenging eða bollalegging, og hvaðan kemur orðið? Nafnorðið er bollalegging, oftast notað í fleirtölu bollaleggingar ‘getgáta, heilaspuni; lausleg ráðagerð, vangaveltur’ og er myndað með viðskeyti af sögninni bollaleggja ‘íhuga, hugleiða, velta fyrir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða slöngur eru hentugastar sem gæludýr?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru kyrkislöngur hentugustu gæludýrin af slöngutegundum Hvaða tegund þá? Fyrst er rétt að taka skýrt fram að innflutningur á slöngum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og kemst upp eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. Eins og fram kemur í svari Sigurða...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er textinn "Atti katti nóa" kominn? Er þetta bara bull, erlendur texti eða einhver afbökun?

Það er ekkert dularfullt við lagið sem sungið er við textann "Atti katti nóa" en það er hið þekkta lag Bellmans (1740-1795), "Gamli Nói" eða "Gubben Noach" á sænsku. Textinn er hins vegar nokkur ráðgáta. Hann barst hingað til lands með skátahreyfingunni á 6. áratugnum og varð sérlega vinsæll eftir að Rannveig og K...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?

Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verða frumeindir til?

Hér er steypt saman í eitt svar svörum við mörgum tengdum spurningum. Í upphafi skal nefnt að höfundur treystir sér ekki til að svara því af hverju frumeindir, eða atóm, eru til en rakið verður hvernig þær verða til. Það varpar ef til vill einhverju ljósi á tilvistarspurninguna. Frumeindir hafa orðið til með tv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fílar hræddir við mýs?

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...

Fleiri niðurstöður