Atte katte nuwa, atte katte nuwa,Fyrir ofan sönginn stendur: "Frá Eskimóum" (þ. "Von der Eskimos") og fyrir neðan stendur "Saga af Eskimóafjölskyldu sem fer á hvalveiðar" (þ. "Geschichte einer Eskimo-Familie, die auf Walfang geht.". Þetta minnir á þá sögusögn sem lengi hefur fylgt textanum: að hann sé "Gamli Nói" á grænlensku. Sé leitað á Netinu að Atte katte nuwa kemur í ljós að söngurinn virðist vera vel þekktur sem barnasöngur í Þýskalandi og alls staðar stendur að hann sé kominn frá Eskimóum eða Inúítum. Hvergi hef ég rekist á þýðingu á textanum né fundið greinargóðar upplýsingar um uppruna hans. Á einni vefsíðu stóð að hann væri frá Lapplandi, en ekki var getið um heimildir. Höfundur þessa svars fór til Grænlands árið 2004 og söng þá Gamla Nóa fyrir börnin í Kulusuk, en þau virtust ekki þekkja lagið. Ég spurði líka nokkra unglinga í Tasiilaq. Aðeins ein stúlka, unglingsstúlka sem afgreiddi í búð í Tasiilaq, gat sungið lagið fyrir mig, en textinn sem hún söng var grænlensk þýðing á danska textanum "Björnen sover" (á íslensku "Bangsi lúrir"). "Atti katti nóa" þekkti hún hvorki né skildi og sagði mér að textinn væri að minnsta kosti ekki austur-grænlenska. Ég hef síðar talað við konu sem kann vestur-grænlensku, og sagði hún mér að textinn væri ekki heldur á því máli. Textinn virðist því ekki kominn frá Grænlandi, en samt þarf ekki að vera rangt það sem stendur í þýsku bókinni að hann sé frá Eskimóum, því Eskimóar eru til víðar en á Grænlandi. Ég hef síðar rekist á sönginn undir heitinu "Ake take noa" í dönskum söngvasöfnum fyrir börn, til dæmis á Netinu í samantektinni Legesange og sanglege eftir Ruth Rugaard. Samantekt hennar er frá 1978. Þar er textinn svohljóðandi:
emi sademi sadula misa de.
Hexa kola misa woate, hexa kola misa woate.
Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
emi sademi sadula misa de.
Ake take noa, ake take noa,Ruth Rugaard gefur upp hreyfingar með söngnum og segir að hann fjalli um indverskan fiskimann sem fer á bát sínum til veiða. Einnig má finna textann á annarri vefsíðu: Lieden der Graufalken Steyr. Þar eru gefnar upp hreyfingar með söngnum, og stendur að hann fjalli um fiskveiðar en ekkert stendur þar um uppruna hans. Það er þess vegna ráðgáta hvaðan upprunalegi textinn "Atti katti nóa" er kominn. Lesendur þessa svars sem vita eitthvað meira en hér er sagt um uppruna "Atti katti nóa" mega gjarnan senda okkur línu á netfangið visindavefur [hjá] hi.is
hej missa dej missa dulla missa dej.
Hexa missa dulla våhda, hexa missa dulla våhda.
Ake take noa, ake take noa,
hej missa dej missa dulla missa dej.
Mynd:
Ragnhildur Hólmgeirsdóttur sendi Vísindavefnum tölvupóst þann 21.1.2019 og sagði frá því að henni og manninum hennar hafi dottið í hug að textinn við "Atti katti nóa" gæti verið einhvers konar gervilatína. Sumt í textanum eins og hann er sunginn af íslenskum börnum, minnir á latínu. Ragnhildur skrifaði þetta:
Atti katti nóa vitum við ekki hvað erOg hún bætti enn fremur við:
Emissa demissa er nálægt latnesku orðunum send til, send frá
dollara er býsna nálægt orðinu yfir sársauka
misa dei er þá messa guðs
sebra vitum við ekki hvað gæti verið
dola gæti aftur verið sársauki
missa rado gæti verið miserata, vesæl eða þjáð
Allt eru þetta nokkuð trúarleg orð svo þau gætu hæglega verið upprunnin úr kaþólskri messu, enda margir kaþólikkar í Þýskalandi þaðan sem lagið er upprunnið, samkvæmt grein Unu.Vísindavefurinn þakkar Ragnhildi kærlega fyrir þessar getgátur um textann.