Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1098 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...

category-iconEfnafræði

Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er? Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?

Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...

category-iconLífvísindi: almennt

Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?

Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?

Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?

Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er saga bænda á Íslandi?

Saga bænda á Íslandi hefst þegar við landnám. Raunar hefst hún talsvert fyrr, því aðferðir og tækni sem bændur notuðu þegar frá upphafi komu frá Norðvestur-Evrópu og höfðu þróast þar síðan landbúnaður hófst á því svæði um 5000-4000 f.Kr., fyrir um sex til sjö þúsund árum. Líklegast er að kjarninn í landbúnaðar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Landnámabók segir að fóstbræðurnir Kollur og Örlygur hafi komið til Íslands í trúboðserindum á landnámsöld. Þeir komu frá Suðureyjum, líklega frá Kólumbusarklaustrinu á Iona, sem þá var miðstöð kristni. Eftir vetursetu í Örlygshöfn reisti Örlygur kirkju að Esjubergi, sem ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Breytist svefnþörf með aldri fólks?

Eldri kona bað um svör við því hvort það væri eðlilegt að aldrinum fylgdi minnkandi svefnþörf: „Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er slímhúðarflakk og hver eru einkenni þess?

Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur o...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?

Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?

Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...

category-iconLæknisfræði

Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?

Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki. Heimiliskettir hafa greinst með FSE. Alls hefur 81 heimilisköttu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sum hænuegg brún og önnur hvít?

Litur hænueggs fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því. Til eru mörg mismunandi afbrigði af hænsnum með mismunandi einkenni. Litur eggjaskurnar ræðst af erfðum og virðist haldast í hendur við lit eyrnasnepla. Almenna reglan er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa eggjum með hvítri skurn og hænur með rauða eyrna...

Fleiri niðurstöður