Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3180 svör fundust
Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?
Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Kólna drykkir hraðar eftir því sem þeir eru í kaldara rými, eins og ef maður lætur bjór í frysti í staðinn fyrir ísskáp?
Stutta svarið er já: Hlutir kólna þeim mun hraðar sem meiri munur er á upphaflegum hita þeirra og hitanum (kuldanum) í umhverfinu. Bjórflaska eða flaska með öðrum vökva kólnar talsvert örar ef hún er sett í frysti en í kæliskáp. Dæmigerður hiti í frystikistu er um það bil -18°C eða 18 stiga frost en í kæliskápu...
Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?
Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...
Hvernig er skyrgerillinn til kominn?
Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...
Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?
Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla: AthugunartímiFjöldi tilvika 0...
Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?
Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en ...
Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?
Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...
Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?
Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...
Hver er uppruni fermingarinnar?
Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...
Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...
Hvað eru markverðir stafir í tölum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Vitið þið forsögu þess að menn fundu upp á markverðum stöfum (tölustöfum) í raunvísindum til að hjálpa til við skilgreiningu á nákvæmni? Það væri sér í lagi gaman að vita af hverju 0 er ekki markverður stafur í heilum tölum, nema kannski sem seinasti stafur. Algeng skilgreining á...
Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?
Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...