Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Árni Björnsson

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ástæða til að merkja hvalskutla því verið gat að skutlaðan hval ræki langan veg frá bústað veiðimannsins.

Fjármörk voru til á öllum Norðurlöndum og þekkjast enn til dæmis í Færeyjum, Noregi og á Hjaltlandi. Þau hafa því vafalítið borist hingað með landnámsmönnum. Af mestri nákvæmni er þeirra getið í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þau heita þar einu nafni einkunnir. Þar segir meðal annars:

Það er mælt í lögum vorum að hver maður sá er sauði á eða búfé, er skyldur að hafa eina einkunn á öllu kvikfé sínu. [...] Það eitt er lögmark er eyru eru merkt á öllu fé, nautum og sauðum, svínum og geitum, nema á fuglum, þar skal fitjar merkja.

Síðastnefnda ákvæðið sýnir að menn hafa haldið alifugla á þessum tíma. Nokkurn veginn sömu ákvæði eru í Jónsbók frá 1281 og síðari breytingum hennar en ný heildarlög um fjármörk voru ekki sett af Alþingi fyrr en 1969. Svo sem verið hefur frá fornu fari skal nú eyrnamarka allt sauðfé samkvæmt ákvæðum afréttarlaga. Nú á dögum er sauðfé einnig merkt í eyru með plast- eða málmplötum.


Myndin sýnir búfénað í Skotlandi, en fjármörk þekkjast meðal annars á Hjaltlandi.

Hross voru undanskilin eyrnamerkingu bæði í Grágás og Jónsbók. Þetta bann lagðist þó smám saman af þegar menn fóru að eiga mörg útigangshross á afréttum og til eru dæmi um það frá 15. öld. Þar er getið um ‘sneiddan helming á öðru eyra á hryssum og rauf í hægra eyra á hestum’. Eggert Ólafsson gerir einnig ráð fyrir því að hross séu eyrnamerkt. Á síðari öldum voru hross að jafnaði mörkuð sem önnur húsdýr og gert er ráð fyrir því í markalögum á 20. öld. Samt er oftast reynt að hafa hrossamörk ekki soraleg.

Óvíst er um ástæðu fyrrnefndrar undanþágu. Þess hefur verið getið til að menn hafi lagt svo mikla ást við reiðhesta sína að þeir hafi ekki viljað blóðga þá og óprýða með marki. Í grein um búfjármörk árið 1918 segir Björn Bjarnarson í Grafarholti meðal annars:

Á hrossum fara yfirmörk yfirleitt illa; ætti því að marka þau að eins með undirbenjum. Skemd eyru fella hross í verði á erlendum markaði, og eigum við ekki að láta þau bera vott um siðleysi frumeigenda sinna meðal annarra þjóða.

Öll skráð eyrnamörk eru birt í markaskrám, samtals átján á landinu, en þær eru gefnar út á átta ára fresti, síðast 2004. Þar að auki gefa Bændasamtök Íslands út Landsmarkaskrá með öllum mörkum í landinu ásamt öðru efni sem varðar mörkun og merkingu búfjár. Landsmarkaskráin er tölvutæk og í stöðugri uppfærslu eftir því sem breytinga er þörf, til dæmis þegar ný mörk eru birt eða eigendaskipti verða. Bændasamtök Íslands hafa umsjón með markakerfinu í landinu og er þar hægt að fá nánari upplýsingar (www.bondi.is). Vísindavefurinn þakkar Ólafi R. Dýrmundssyni hjá Bændasamtökunum kærlega fyrir að veita okkur þessar upplýsingar.


Eyrnamörk á sauðfé. Stjörnumerking táknar að mælt sé gegn notkun marksins.

1) Alheilt 2) Andfjaðrað 3) Biti 4) Blaðrifað* 5) Blaðstýft 6) Boðbíldur* 7) Bragð 8) Fjöður 9) Gagnbitað 10) Gagnfjaðrað

11) Gagnhangfjaðrað 12) Gagnhófbitað 13) Gagnlaggað* 14) Gagnstigað 15) Geirskorið* 16) Geirstúfrifað* 17) Geirstýft* 18) Geirsýlt* 19) Hamarrifað* 20) Hamrað

21) Hangfjöður 22) Hálftaf 23) Heilgeirað 24) Heilhamrað 25) Heilrifað 26) Hófbiti 27) Hvatrifað 28) Hvatt 29) Laufað* 30) Lögg

31) Miðhlutað 32) Miðhlutað í stúf 33) Oddfjaðrað 34) Sneiðhamrað* 35) Sneiðrifað 36) Sneitt 37) Sneitt í hálftaf* 38) Stig 39) Stúfrifað 40) Stúfrifað í hálftaf*

41) Stýft 42) Stýfthálftaf 43) Sýlhamrað 44) Sýlt 45) Sýlt í blaðstýft* 46) Sýlt í hálftaf 47) Sýlt í stúf* 48) Tvíbitað 49) Tvífjaðrað 50) Tvígagnbitað*

51) Tvíhangfjaðrað 52) Tvínumið* 53) Tvírifað í heilt 54) Tvírifað í sneitt 55) Tvírifað í stúf 56) Tvístigað 57) Tvístýft 58) Tvísýlt í stúf* 59) Vaglbiti* 60) Vaglrifað*

61) Þrífjaðrað* 62) Þrístigað* 63) Þrístýft*

Heimildir og myndir

  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Rv. 1992, 167.
  • Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Rv. 2004, 190-91.
  • Ísl. fornbréfasafn VI, 571.
  • Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Ferðabók. Rv. 1978, I, 117.
  • Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder III, 543-47.
  • Ólafur R. Dýrmundsson. Landsmarkaskrá, Rv. 2004, Bændasamtök Íslands.
  • Þorvaldur Thoroddsen. Lýsing Íslands III, 330-33; IV, 8.
  • Björn Bjarnarson. Búfjármörk. Búnaðarrit 1918, 90-119.
  • Stjórnartíðindi 1969, A, 256-57.
  • Stefán Aðalsteinsson. Sauðkindin, landið og þjóðin. Rv. 1981, 78-80.
  • Íslensk orðabók. Rv. 2002, 291.
  • Mynd: Herding sheep-Balmaha(Scotland). Flickr.com. Höfundur myndar er Jannemei. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
  • Mynd: Bændasamtök Íslands. Höfundur myndar er Þórhildur Jónsdóttir. Myndin er fengin af vefsetrinu Fjárhúsin: Kennsluvefur um kindur.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

18.4.2007

Spyrjandi

Magnea Ingvarsdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6598.

Árni Björnsson. (2007, 18. apríl). Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6598

Árni Björnsson. „Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6598>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ástæða til að merkja hvalskutla því verið gat að skutlaðan hval ræki langan veg frá bústað veiðimannsins.

Fjármörk voru til á öllum Norðurlöndum og þekkjast enn til dæmis í Færeyjum, Noregi og á Hjaltlandi. Þau hafa því vafalítið borist hingað með landnámsmönnum. Af mestri nákvæmni er þeirra getið í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þau heita þar einu nafni einkunnir. Þar segir meðal annars:

Það er mælt í lögum vorum að hver maður sá er sauði á eða búfé, er skyldur að hafa eina einkunn á öllu kvikfé sínu. [...] Það eitt er lögmark er eyru eru merkt á öllu fé, nautum og sauðum, svínum og geitum, nema á fuglum, þar skal fitjar merkja.

Síðastnefnda ákvæðið sýnir að menn hafa haldið alifugla á þessum tíma. Nokkurn veginn sömu ákvæði eru í Jónsbók frá 1281 og síðari breytingum hennar en ný heildarlög um fjármörk voru ekki sett af Alþingi fyrr en 1969. Svo sem verið hefur frá fornu fari skal nú eyrnamarka allt sauðfé samkvæmt ákvæðum afréttarlaga. Nú á dögum er sauðfé einnig merkt í eyru með plast- eða málmplötum.


Myndin sýnir búfénað í Skotlandi, en fjármörk þekkjast meðal annars á Hjaltlandi.

Hross voru undanskilin eyrnamerkingu bæði í Grágás og Jónsbók. Þetta bann lagðist þó smám saman af þegar menn fóru að eiga mörg útigangshross á afréttum og til eru dæmi um það frá 15. öld. Þar er getið um ‘sneiddan helming á öðru eyra á hryssum og rauf í hægra eyra á hestum’. Eggert Ólafsson gerir einnig ráð fyrir því að hross séu eyrnamerkt. Á síðari öldum voru hross að jafnaði mörkuð sem önnur húsdýr og gert er ráð fyrir því í markalögum á 20. öld. Samt er oftast reynt að hafa hrossamörk ekki soraleg.

Óvíst er um ástæðu fyrrnefndrar undanþágu. Þess hefur verið getið til að menn hafi lagt svo mikla ást við reiðhesta sína að þeir hafi ekki viljað blóðga þá og óprýða með marki. Í grein um búfjármörk árið 1918 segir Björn Bjarnarson í Grafarholti meðal annars:

Á hrossum fara yfirmörk yfirleitt illa; ætti því að marka þau að eins með undirbenjum. Skemd eyru fella hross í verði á erlendum markaði, og eigum við ekki að láta þau bera vott um siðleysi frumeigenda sinna meðal annarra þjóða.

Öll skráð eyrnamörk eru birt í markaskrám, samtals átján á landinu, en þær eru gefnar út á átta ára fresti, síðast 2004. Þar að auki gefa Bændasamtök Íslands út Landsmarkaskrá með öllum mörkum í landinu ásamt öðru efni sem varðar mörkun og merkingu búfjár. Landsmarkaskráin er tölvutæk og í stöðugri uppfærslu eftir því sem breytinga er þörf, til dæmis þegar ný mörk eru birt eða eigendaskipti verða. Bændasamtök Íslands hafa umsjón með markakerfinu í landinu og er þar hægt að fá nánari upplýsingar (www.bondi.is). Vísindavefurinn þakkar Ólafi R. Dýrmundssyni hjá Bændasamtökunum kærlega fyrir að veita okkur þessar upplýsingar.


Eyrnamörk á sauðfé. Stjörnumerking táknar að mælt sé gegn notkun marksins.

1) Alheilt 2) Andfjaðrað 3) Biti 4) Blaðrifað* 5) Blaðstýft 6) Boðbíldur* 7) Bragð 8) Fjöður 9) Gagnbitað 10) Gagnfjaðrað

11) Gagnhangfjaðrað 12) Gagnhófbitað 13) Gagnlaggað* 14) Gagnstigað 15) Geirskorið* 16) Geirstúfrifað* 17) Geirstýft* 18) Geirsýlt* 19) Hamarrifað* 20) Hamrað

21) Hangfjöður 22) Hálftaf 23) Heilgeirað 24) Heilhamrað 25) Heilrifað 26) Hófbiti 27) Hvatrifað 28) Hvatt 29) Laufað* 30) Lögg

31) Miðhlutað 32) Miðhlutað í stúf 33) Oddfjaðrað 34) Sneiðhamrað* 35) Sneiðrifað 36) Sneitt 37) Sneitt í hálftaf* 38) Stig 39) Stúfrifað 40) Stúfrifað í hálftaf*

41) Stýft 42) Stýfthálftaf 43) Sýlhamrað 44) Sýlt 45) Sýlt í blaðstýft* 46) Sýlt í hálftaf 47) Sýlt í stúf* 48) Tvíbitað 49) Tvífjaðrað 50) Tvígagnbitað*

51) Tvíhangfjaðrað 52) Tvínumið* 53) Tvírifað í heilt 54) Tvírifað í sneitt 55) Tvírifað í stúf 56) Tvístigað 57) Tvístýft 58) Tvísýlt í stúf* 59) Vaglbiti* 60) Vaglrifað*

61) Þrífjaðrað* 62) Þrístigað* 63) Þrístýft*

Heimildir og myndir

  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Rv. 1992, 167.
  • Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Rv. 2004, 190-91.
  • Ísl. fornbréfasafn VI, 571.
  • Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Ferðabók. Rv. 1978, I, 117.
  • Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder III, 543-47.
  • Ólafur R. Dýrmundsson. Landsmarkaskrá, Rv. 2004, Bændasamtök Íslands.
  • Þorvaldur Thoroddsen. Lýsing Íslands III, 330-33; IV, 8.
  • Björn Bjarnarson. Búfjármörk. Búnaðarrit 1918, 90-119.
  • Stjórnartíðindi 1969, A, 256-57.
  • Stefán Aðalsteinsson. Sauðkindin, landið og þjóðin. Rv. 1981, 78-80.
  • Íslensk orðabók. Rv. 2002, 291.
  • Mynd: Herding sheep-Balmaha(Scotland). Flickr.com. Höfundur myndar er Jannemei. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
  • Mynd: Bændasamtök Íslands. Höfundur myndar er Þórhildur Jónsdóttir. Myndin er fengin af vefsetrinu Fjárhúsin: Kennsluvefur um kindur.
...