Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 566 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?

Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars...

category-iconHugvísindi

Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?

Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um síld?

Síld (Clupea harengus) hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Á þeim árum sem mest veiddist af síld var heildarsíldarafli íslenskra skipa oft yfir 600 þúsund tonn og mest 770 þúsund tonn árið 1966. Síldin var verkuð í þorpum og bæjum víða norðan- o...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?

Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um John Locke?

John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Harún al-Rashid?

Harún al-Rashid (Hārūn al-Rashīd ibn Muḥammad al-Mahdī ibn al-Manṣūr al-ʿAbbāsī), var fimmti kalífi veldis Abbasída og ríkti frá 786-809. Hann er þekktastur á Vesturlöndum sem kalífinn sem kemur fyrir í verkinu Þúsund og ein nótt. Verkið er safn af sögum sem eiga...

category-iconLæknisfræði

Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?

Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

category-iconHugvísindi

Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?

Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...

category-iconHugvísindi

Hvað var spánska veikin?

Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...

category-iconHugvísindi

Hver var Cicero?

Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...

category-iconFélagsvísindi

Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans? Hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar?

Íranar og Írakar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda tæpast við öðru að búast af tveimur stórþjóðum sem báðar státa af glæstri sögu og búa nánast í túngarðinum hvor hjá annarri. Í Íran búa tæpar sjötíu milljónir manna en Írak er talsvert fámennara, með um 27 milljónir íbúa. Allur þorri Írana er sjíta-músli...

Fleiri niðurstöður