Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 629 svör fundust
Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?
Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...
Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?
Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...
Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?
Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona: Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944? Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum ...
Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?
Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...
Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?
Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...
Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?
Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...
Hvaða risaeðlur fyrir utan grameðlur, ef einhverjar, átu nashyrningseðlur?
Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...
Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?
Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginl...
Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?
Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljas...
Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?
Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...
Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?
Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...
Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...
Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?
Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...
Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?
Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...
Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsan veg og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...