Mynd 1. Á þessu rifflaða skriðdrekabyssuhlaupi, sem búið er að saga ofan af, sést greinilega að rákirnar (rifflurnar) fara í spíral.
Mynd 2. Þverskurður á byssuhlaupum. 1) Byssuhlaup sem er slétt að innan. Hlaupvíddin er innra þvermál byssuhlaupsins. 2) Rifflað byssuhlaup. A) Hlaupvíddin mæld milli landanna. B) Hlaupvíddin mæld milli rákanna. 3) Marghyrnt (e. polygonal) byssuhlaup. Það virkar á sama hátt og rifflað byssuhlaup.
Mynd 3. Stærsta fallbyssa heims á hjólum. Hlaupvíddin er 28 cm og hlauplengdin er 6,15 m eða 22 kalíber.