Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Jón Már Halldórsson

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnast ekki annars staðar. Náttúrufegurð og dýralíf eru helsta aðdráttarafl ferðamanna sem heimsækja Namibíu og hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á verndun villtra dýra. Hefur það skilað sér í góðum árangri á uppbyggingu á mörgum helstu dýrategundum landsins. Fjöldi verndarsvæða og þjóðgarða er í landinu og er Etosha-þjóðgarðurinn í norðurhluta landsins sennilega þeirra þekktastur.

Vel mætti skrifa fjölmörg rit um dýralíf Namibíu en hér verða aðeins nefndar örfáar tegundir stórra spendýra. Ferðamenn sem sækja landið heim hafa yfirleitt mestan áhuga á þeim dýrum.

Namibía er eitt þurrasta land Afríku sunnan Sahara en engu að síður er dýralíf þar nokkuð fjölskrúðugt.

Spendýrafána Namibíu telur tæplega 230 tegundir, þar af er rúmlega tugur einlendar tegundir. Meðal tegunda má nefna stærsta núlifandi landdýrið, gresjufílinn (Loxodonta africana). Namibísku fílarnir ættu kannski frekar að kallast eyðimerkurfílar í ljósi þess að þeir lifa í mjög þurru umhverfi. Einungis fílar í Malí lifa við svipuð skilyrði. Aðlögun að þessu þurra umhverfi hefur leitt til þess að þeir eru örlítið frábrugðnir öðrum gresjufílum, til að mynda eru þeir háfættari og með stærri fætur en aðrir fílar. Skrokkurinn er hins vegar minni og skögultennurnar styttri vegna skorts á steinefnum í umhverfi þeirra. Namibísku fílarnir geta komist af í nokkra daga án þess að drekka og mynda yfirleitt minni hjarðir þannig að ekki er eins erfitt að finna fæðu og vatn fyrir hópinn. Helst má sjá þessa tilkomumiklu fíla í Kunene-héraði í norðvesturhluta landsins en þeir finnast víðar.

Fleiri tegundir en fílar hafa aðlagast lífi á þurrum svæðum og eyðimörkum þótt heimkynni þeirra séu venjulega önnur. Til dæmis lifa hópar ljóna (Panthera leo) í Namib-eyðimörkinni sem nær meðfram allri vesturströnd Namibíu. Á svæði sem kalla mætti Beinagrindaströndina (e. Skeleton coast) og tilheyrir Namib-eyðimörkinni, þekkist það að ljón veiði sér loðseli til matar og er þetta sjálfsagt einn af fáum stöðum á jörðu ef ekki sá eini þar sem selir eru fæða ljóna.

Fíll í Etosha-þjóðgarðinum í Namibíu.

Nashyrningar (Rhinocerotidae) eiga líka heimkynni sín í Namibíu eins og víðar í Afríku. Tilgangslaus veiðiþjófnaður á þeim er mikil sorgarsaga og í álfunni allri hefur svarta nashyrningnum hnignað um 97% frá 1960. Sömu sögu má segja frá Namibíu en stofnar svarta nashyrningsins (Diceros bicornis) þar í landi náðu lágmarki í upphafi 9. áratugar síðustu aldar. Þá var farið í viðamiklar aðgerðir til að endurreisa stofnana í landinu og hefur sú vinna skilað þeim árangri að nú er talið að rúmlega 1.100 svartir nashyrningar finnist í Namibíu, þar af rúmlega 800 í Etosha-þjóðgarðinum. Eru það fleiri dýr en í nokkru öðru landi. Hins vegar er stofnstærð hvíta nashyrningsins (Ceratotherium simum) varla meiri en rétt rúmlega 200 dýr.

Namibía hefur innan sinna landamæra stærsta stofn blettatígra í heiminum. Um 1990 var stofninn kominn niður í um 2.000 dýr en með verndun og uppbyggingu hefur tekist að ná stofnstærðinni upp í um 3.500 dýr. Af öðrum spendýrum má til dæmis nefna gíraffa (Giraffa camelopardalis), sebrahesta, hlébarða og antílópur af mörgum tegundum.

Markvisst hefur verið unnið að því að rétta við stofnstærð svarta nashyrningsins í Namibíu og hefur það skilað ágætum árangri. Mynd frá Ethosa-þjóðgarðinum.

Fuglalíf Namibíu er einstaklega fjölskrúðugt og verpa þar að staðaldri 676 tegundir. Um 50 tegundir froskdýra lifa í landinu, þar af eru 6 tegundir einlendar. Þar finnast líka rúmlega 250 tegundir skriðdýra þar sem rúmur fjórðungur lifir ekki annars staðar. Þeir sem óttast snáka ættu að hugsa sig tvisvar um áður en haldið er til Namibíu, því þar lifa 143 snákategundir, þar með taldar mömbur, hráka-kobran (Naja nigricincta), kóralsnákar og blísturnaðra (Bitis arietans, e. puff adder). Þá hafa fundist 115 tegundir ferskvatnsfiska, þar af 5 einlendar. Talið er að áttfætlutegundirnar séu um 620 og skordýrategundirnar rétt undir 6.500.

Fjöldi þekktra dýrategunda í Namibíu og hlutfall einlendra tegunda.

HópurFjöldi tegunda% einlendra tegunda
Spendýr2297%
Skriðdýr25428%
Froskdýr5012%
Fuglar6762%
Fiskar1148%
Skordýr6.42124%
Áttfætlur61811%
Heimild: Namibia’s Second National Biodiversity Strategy and Action Plan.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.2.2020

Spyrjandi

Halldór Kristjánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78305.

Jón Már Halldórsson. (2020, 20. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78305

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?
Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnast ekki annars staðar. Náttúrufegurð og dýralíf eru helsta aðdráttarafl ferðamanna sem heimsækja Namibíu og hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á verndun villtra dýra. Hefur það skilað sér í góðum árangri á uppbyggingu á mörgum helstu dýrategundum landsins. Fjöldi verndarsvæða og þjóðgarða er í landinu og er Etosha-þjóðgarðurinn í norðurhluta landsins sennilega þeirra þekktastur.

Vel mætti skrifa fjölmörg rit um dýralíf Namibíu en hér verða aðeins nefndar örfáar tegundir stórra spendýra. Ferðamenn sem sækja landið heim hafa yfirleitt mestan áhuga á þeim dýrum.

Namibía er eitt þurrasta land Afríku sunnan Sahara en engu að síður er dýralíf þar nokkuð fjölskrúðugt.

Spendýrafána Namibíu telur tæplega 230 tegundir, þar af er rúmlega tugur einlendar tegundir. Meðal tegunda má nefna stærsta núlifandi landdýrið, gresjufílinn (Loxodonta africana). Namibísku fílarnir ættu kannski frekar að kallast eyðimerkurfílar í ljósi þess að þeir lifa í mjög þurru umhverfi. Einungis fílar í Malí lifa við svipuð skilyrði. Aðlögun að þessu þurra umhverfi hefur leitt til þess að þeir eru örlítið frábrugðnir öðrum gresjufílum, til að mynda eru þeir háfættari og með stærri fætur en aðrir fílar. Skrokkurinn er hins vegar minni og skögultennurnar styttri vegna skorts á steinefnum í umhverfi þeirra. Namibísku fílarnir geta komist af í nokkra daga án þess að drekka og mynda yfirleitt minni hjarðir þannig að ekki er eins erfitt að finna fæðu og vatn fyrir hópinn. Helst má sjá þessa tilkomumiklu fíla í Kunene-héraði í norðvesturhluta landsins en þeir finnast víðar.

Fleiri tegundir en fílar hafa aðlagast lífi á þurrum svæðum og eyðimörkum þótt heimkynni þeirra séu venjulega önnur. Til dæmis lifa hópar ljóna (Panthera leo) í Namib-eyðimörkinni sem nær meðfram allri vesturströnd Namibíu. Á svæði sem kalla mætti Beinagrindaströndina (e. Skeleton coast) og tilheyrir Namib-eyðimörkinni, þekkist það að ljón veiði sér loðseli til matar og er þetta sjálfsagt einn af fáum stöðum á jörðu ef ekki sá eini þar sem selir eru fæða ljóna.

Fíll í Etosha-þjóðgarðinum í Namibíu.

Nashyrningar (Rhinocerotidae) eiga líka heimkynni sín í Namibíu eins og víðar í Afríku. Tilgangslaus veiðiþjófnaður á þeim er mikil sorgarsaga og í álfunni allri hefur svarta nashyrningnum hnignað um 97% frá 1960. Sömu sögu má segja frá Namibíu en stofnar svarta nashyrningsins (Diceros bicornis) þar í landi náðu lágmarki í upphafi 9. áratugar síðustu aldar. Þá var farið í viðamiklar aðgerðir til að endurreisa stofnana í landinu og hefur sú vinna skilað þeim árangri að nú er talið að rúmlega 1.100 svartir nashyrningar finnist í Namibíu, þar af rúmlega 800 í Etosha-þjóðgarðinum. Eru það fleiri dýr en í nokkru öðru landi. Hins vegar er stofnstærð hvíta nashyrningsins (Ceratotherium simum) varla meiri en rétt rúmlega 200 dýr.

Namibía hefur innan sinna landamæra stærsta stofn blettatígra í heiminum. Um 1990 var stofninn kominn niður í um 2.000 dýr en með verndun og uppbyggingu hefur tekist að ná stofnstærðinni upp í um 3.500 dýr. Af öðrum spendýrum má til dæmis nefna gíraffa (Giraffa camelopardalis), sebrahesta, hlébarða og antílópur af mörgum tegundum.

Markvisst hefur verið unnið að því að rétta við stofnstærð svarta nashyrningsins í Namibíu og hefur það skilað ágætum árangri. Mynd frá Ethosa-þjóðgarðinum.

Fuglalíf Namibíu er einstaklega fjölskrúðugt og verpa þar að staðaldri 676 tegundir. Um 50 tegundir froskdýra lifa í landinu, þar af eru 6 tegundir einlendar. Þar finnast líka rúmlega 250 tegundir skriðdýra þar sem rúmur fjórðungur lifir ekki annars staðar. Þeir sem óttast snáka ættu að hugsa sig tvisvar um áður en haldið er til Namibíu, því þar lifa 143 snákategundir, þar með taldar mömbur, hráka-kobran (Naja nigricincta), kóralsnákar og blísturnaðra (Bitis arietans, e. puff adder). Þá hafa fundist 115 tegundir ferskvatnsfiska, þar af 5 einlendar. Talið er að áttfætlutegundirnar séu um 620 og skordýrategundirnar rétt undir 6.500.

Fjöldi þekktra dýrategunda í Namibíu og hlutfall einlendra tegunda.

HópurFjöldi tegunda% einlendra tegunda
Spendýr2297%
Skriðdýr25428%
Froskdýr5012%
Fuglar6762%
Fiskar1148%
Skordýr6.42124%
Áttfætlur61811%
Heimild: Namibia’s Second National Biodiversity Strategy and Action Plan.

Heimildir og myndir: ...