Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1542 svör fundust
Er hægt að spá fyrir um hvort komandi vetur verður harður eða mildur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er hægt að spá fyrir um hvort að komandi vetur verður harður eða mildur með lengri fyrirvara? Er einhver fylgni milli t.d. sumars og veturs eða þá milli ára (t.d. ef tveir mildir vetur í röð auki líkur á hörðum vetri). Því miður er ekki enn hægt með vissu að sjá fyrir fram hvo...
Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá ...
Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?
Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...
Eru jólafasta og aðventa það sama?
Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.Hakon konvngr for til Biorgyniar fyrir ...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...
Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?
Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...
Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?
Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...
Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...
Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?
Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...
Af hverju er hjátrú um töluna 13?
Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...
Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Eru lík smurð á Íslandi?
Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...
Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?
Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...
Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...