Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Bkv. Hjördís og Ísar Sveinn.Ísland er eldfjallaeyja í stöðugri myndun á miðjum Atlandshafshryggnum þar sem tveir flekar færast í sundur. Þó að landið sé ungt að aldri miðað við heimsálfurnar hvoru megin við, hefur það verið að myndast í tugi milljóna ára.[1] Elstu jarðmyndanir á landi eru um 13-16 milljón ára á norðvesturlandi og allra austast, en eldra land er sokkið í sjó. Því mætti ætla að lífverur eins og köngulær hafi getað numið hér land á tímabili sem spannar margar milljónir ára. Og það er nær örugglega rétt. Hins vegar er talið að nánast allt líf á Íslandi hafi þurrkast út á ísöldunum fyrir um 70-10 þúsund árum síðan[2] og þar með væntanlega allar tegundir köngulóa.[3] Ýmsar kenningar eru uppi um landnám íslenskra lífvera. Ein gerir ráð fyrir landnámi yfir landbrýr sem hugsanlega tengdu Grænland og Ísland við meginland Evrópu.[4] Önnur gengur út á að hér hafi þrifist eitthvað líf á meðan ísöldum stóð, á svæðum sem stóðu upp úr ísnum. Sú kenning kallast Nunatak-kenningin[5] en orðið nunatak kemur úr grænlensku og er alþjóðaorð fyrir jökulsker. Þessar kenningar hafa hins vegar verið dregnar í efa af nýlegri rannsóknum.[6] Í fyrsta lagi eru ekki til góð jarðfræðigögn sem benda til tilvistar landbrúa. Í öðru lagi var það land sem hugsanlega stóð upp úr ísnum að líkindum einstaklega harðbýlt og ólíklegt að þar hafi nokkurt líf þrifist. Í þriðja lagi benda erfðafræðirannsóknir til þess að íslenskar plöntur og dýr séu náskyld sömu tegundum í nágrannalöndunum og hafi komist hingað mjög nýlega.[7] Eina þekkta undantekningin um lífverur sem hér hafa þrifist á ísaldarskeiðum eru tvær tegundir marflóa sem lifa í jarðvatni.[8] Einnig má telja líklegt að örverur eins og bakteríur hafi lifað hér af bæði í jarðvatni sem og á hverasvæðum, þar sem hiti var viðvarandi undir ís. En líklegt er að nánast allar aðrar lífverur landsins hafi numið land eftir ísaldarskeiðin.

Líklegt er talið að nánast allar lífverur landsins, fyrir utan tvær tegundir marflóa og örverur eins og bakteríur, hafi numið land á Íslandi eftir ísaldarskeiðin.

Pardosa-úlfakönguló að undirbúa loftbelgsflug.
- ^ Foelger 2006.
- ^ Buckland et al. 1986, Panagiotakopulu 2014.
- ^ Agnarsson 1996.
- ^ Blytt 1882, 1893; Nordhagen, 1963.
- ^ T.d. Steindórsson 1963.
- ^ Buckland et al. 1986, Ingólfsson 1992, Ægisdóttir og Þórhallsdóttir 2005, Rundgren 2007, Panagiotakopulu 2014, Panagiotakopulu og Sadler 2021.
- ^ Ægisdóttir og Þórhallsdóttir 2005, Panagiotakopulu og Sadler 2021.
- ^ Kornobis et al. 2010.
- ^ Agnarsson 2006.
- ^ Buckland et al. 1986, Ingólfsson 1992.
- ^ Ingólfsson 1992.
- ^ Agnarsson 1996.
- ^ Bell et al. 2005.
- ^ Ólafsson 1978.
- ^ Agnarsson 1996.
- ^ Agnarsson 1996.
- Agnarsson I. 1996. Íslenskar köngulær. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 31, 175 bls, 169 myndir.
- Bell JR, Bohan DA, Shaw EM, Weyman GS. 2005. Ballooning dispersal using silk: world fauna, phylogenies, genetics and models. Bulletin of Entomological Research 95: 69-114.
- Blytt A. 1882. Die Theorie der wechselnden konti-nentalen und insularen Klimate. Englers Botanische Jahrbücher 2: 1–50.
- Blytt A. 1893. Zur Geschichte der nordeuropäischenFlora: Englers Botanische Jahrbücher 17, Beiblatt 41:1–30.
- Brændegård 1958. Araneida. The Zoology of Iceland 3 (54). 113 bls.
- Buckland PC, Perry D, Gislason GM, Dugmore AJ. 1986. The pre-Landnam fauna of Iceland: a palaeontological contribution. Boreas 15: 173-184.
- Foulger GR. 2006. Older crust underlies Iceland. Geophysical Journal International 165: 672–676.
- Ingólfsson A. 1992. The origin of the rocky shore fauna of Iceland and the Canadian Maritimes. Journal of Biogeography 19: 705-712.
- Kornobis E, Pálsson S, Kristjánsson BK, Svavarsson J. 2010. Molecular evidence of the survival of subterranean amphipods (Arthropoda) during Ice Age underneath glaciers in Iceland. Molecular ecology 19: 2516-2530.
- Nordhagen R. 1963. Recent discoveries in the South Norwegian flora and their significance for the understanding of the history of the Scandinavian mountain flora during and after the last glaciation. North Atlantic Biota and their History (ed. by A. Löve and D. Löve), 241–260. Pergamon Press, Oxford.
- Ólafsson E. 1978. The development of the land-arthropod fauna on Surtsey, Iceland, during 1971-1976 with notes on terrestrial Oligochaeta. Surtsey Research 8: 41-46.
- Panagiotakopulu E. 2014. Hitchhiking across the North Atlantic–Insect immigrants, origins, introductions and extinctions. Quaternary International 341: 59-68.
- Panagiotakopulu E, Sadler JP. 2021. Biogeography in the Sub-Arctic: The Past and Future of North Atlantic Biotas. Wiley.
- Rundgren S. 2007. Glacial survival, post-glacial immigration, and a millennium of human impact: On search for a biogeography of Iceland. Insect Systematics & Evolution 64: 5-44.
- Steindórsson S. 1963. Ice age refugia in Iceland as in-dicated by the present distribution of plant species. North Atlantic Biota and their History (eds. by A.Löve and D. Löve), 303–320. Pergamon Press, Oxford.
- Ægisdóttir HH, Þórhallsdóttir ÞE. 2005. Theories on migration and history of the North-Atlantic flora: a review. Jökull 54: 1-16.
- File:Iceland Grimsvoetn 1972.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 27.11.2023). Myndin sýnir Grímsvötn og er tekin af Roger McLassus árið 1972. Hún er birt undir leyfinu GNU Free Documentation License.
- Pardosa spp. ballooning.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar WanderingMogwai. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 4.0 International leyfi. (Sótt 21.11.2023).