Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hétu lærisveinar Jesú?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpað Jesú og fylgjendum hans „með fjármunum sínum“. Þessar konur í hópi lærisveinanna voru María Magdalena, Jóhanna, Súsanna „og margar aðrar“ (Lúk 8.1-3).

Þegar talað er um lærisveina Jesú á fólk gjarnan við þá tólf sem voru í innsta hring (og sjást hér snæða með honum síðustu kvöldmáltíðina). Hugtakið lærisveinar er þó víðtækara. Mynd eftir Juan de Juanes (1523-1579).

Í Lúkasarguðspjalli 24. kafla er sagt frá tveimur lærisveinum sem héldu frá Jerúsalem áleiðis til þorpsins Emmaus að kveldi páskadagsins. Annar þeirra er nafngreindur og sagður heita Kleófas (Lúk 24.18) en ekki er greint frá nafni hins. Fornir ritskýrendur ályktuðu út frá þeirri þögn að sá lærisveinn hefði verið Lúkas guðspjallamaður sjálfur. Í 19. kafla Jóhannesarguðspjalls er nefndur Jósef frá Arimaþeu sem hafi verið „lærisveinn Jesú á laun.“

Í Postulasögunni eru líka nefndir lærisveinar sem sýnir að hugtakið hafi verið notað um þá sem trúðu á Jesú eftir dauða hans og upprisu áður en farið var að tala um þá sem kristna. Í Damaskus var lærisveinn að nafni Ananías (Post 9.10) og í Joppe var „lærisveinn, kona að nafni Tabiþa“ (Post 9.36). Postulasagan segir líka frá því að Páll hafi eftir afturhvarf sitt snúið til Jerúsalem og reynt að samlaga sig lærisveinunum „en þeir hræddust hann allir og trúðu ekki að hann væri lærisveinn.“ (Post 9.26)

Innsti hringur lærisveinanna voru „hinir tólf“ eða postularnir tólf og stundum á fólk við þá þegar það talar um lærisveina Jesú. Orðið postuli þýðir sendiboði og Jesús valdi þá úr hópi hins stóra hóps lærisveina til að vera sendiboðar sínir og sérstakir trúnaðarmenn. Þeir eru taldir upp í guðspjöllunum og greinir Matteusarguðspjall frá þeim á þessa leið:

Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann. (Matt 10.2-4)

Hliðstæðir listar eru bæði í Markúsarguðspjalli (3.16-19) og Lúkasarguðspjalli (6.14-16).

Nokkrar sögur fara af postulunum en þær eru flestar helgisögur.

Símon Pétur, en Pétur, sem þýðir klettur, er auknefni sem Jesús sæmdi hann. Hann var fiskimaður í Galíleu þegar Jesús kallaði hann til fylgdar. Hann var ásamt Jakobi og Jóhannesi Sebedeussonum í innsta hring postulanna og foringi eða leiðtogi þeirra. Hann virðist hafa verið hvatvís og fljótfær og á örlagastundu, þegar réttað var yfir Jesú, afneitaði Pétur meistara sínum. Á hvítasunnunni og fyrstu árum kristninnar var hann helsti talsmaður kristins safnaðar eftir því sem Postulasagan greinir frá. Hann gerðist farandpredikari og nokkuð áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að hann hafi sest að í Róm og liðið þar píslarvættisdauða í ofsóknum Nerós keisara árið 64. Fornir höfundar frá því á annarri öld segja að hann hafi gerst biskup safnaðarins í Róm og telur páfinn sig eftirmann hans. Hátíðisdagur hans, Pétursmessa, er 29. júní (Pétursmessa og Páls).

Andrés var bróðir Símonar Péturs. Hans er getið á fáum stöðum í guðspjöllunum og helgisögur segja hann hafa starfað í Balkanlöndunum þar sem hann hafi liðið píslavættisdauða og helgur dómur hans verið fluttur til Konstantínópel. Sumar heimildir telja að hann hafi stofnað biskupsstólinn í Konstantínópel svo að patríarkinn þar sé eftirmaður hans á sama hátt og páfinn er eftirmaður Péturs. Til eru skoskar helgisögur sem segja helgan dóm hans hafa verið fluttan til Skotlands og varðveittar í bæ sem ber nafn hans St. Andrews og er Andrés verndardýrlingur Skotlands. Merki hans er X laga kross sem einmitt er merki Skotlands. Andrésarmessa er 30. nóvember.

Jesús kallar fiskimennina og bræðurna Símon Pétur og Andrés til fylgis við sig. Málverk eftir Duccio di Buoninsegna (um 1255-1260 – um 1318-1319).

Jakob Sebedeusson var eins og Pétur og Andrés fiskimaður frá Galíleu. Hann leið píslarvætti í Jerúsalem árið 44 eins og frá er greint í Postulasögunni (Post 12.2) og var hann fyrstur postulanna til að verða píslarvottur. Á fyrri hluta miðalda urðu til helgisögur um að hann hefði fyrir píslarvætti sitt prédikað á Spáni og á 9. öld segir að helgur dómur hans hafi fundist á Stjörnuakri í Galisíu og var þar reist kirkja sem brátt varð mikill pílagrímastaður. Borgin heitir Santiago [heilagur Jakob] de Compostella og er gönguleiðin þangað fræg ferðamannaleið, Jakobsvegurinn. Nú á tímum er hún orðin mjög vinsæl og meðal annars gekk Thor Vilhjálmsson hana árið 2005 sem Erlendur Sveinsson gerði kvikmynd um. Jakobsmessa er 25. júlí.

Jóhannes Sebedeusson var bróðir Jakobs og hann, Jakob og Pétur mynduðu eins konar innsta hring postulanna sem urðu vitni að ummyndun Jesú og hann kallaði til að fylgja sér í grasgarðinn að síðustu. Bræðurnir Jakob og Jóhannes hlutu viðurnefnið Boanerges eða þrumusynir. Jóhannes er sennilega líka sá sem í Jóhannesarguðpjalli er nefndur lærisveinninn sem Jesús elskaði og hallaðist að brjósti hans við hina síðustu kvöldmáltíð. Samkvæmt Jóhannesarguðspjalli fól Jesús honum á dauðastundinni að annast móður sína. Helgisögur segja Jóhannes hafa náð mjög háum aldri og verið biskup í Efesus þar sem hann endaði ævi sína sem píslarvottur í ofsókn Dómitíuanusar keisara á 10. áratug fyrstu aldar. Honum er eignað Jóhannesarguðspjall, þrjú bréf í Nýja testamentinu og Opinberunarbókin. Hátíð hans er 27. desember, Jónsdagur eða Jónsmessa í jólum.

Filippus. Lítið er vitað um ævi hans og stundum er honum ruglað saman við annan Filippus sem er getið í Postulasögunni 8. kafla o.v. Ein helgisaga telur Filippus hafa starfað og liðið píslarvætti í Litlu-Asíu. Hátíðisdagur hans er 1. maí sem hann á sameiginlega með Jakobi postula Alfeussyni (tveggjapostulamessa).

Bartólómeus er nefndur Natanael í Jóhannesarguðspjalli og Jesús sagði um hann að hann væri Ísraelíti sem engin svik væru í (Jóh 1.47). Ekkert er vitað um hann en helgisögur segja hann hafa starfað í Armeníu og á Indlandi. Bartólómeusmessa er 24. ágúst.

Dómkirkjan í Santiago de Compostela en samkvæmt helgisögn á gröf lærisveinsins Jakobs Sebedeussonar að vera þar. Í gegnum aldirnar hefur Santiago de Compostel verið einn af mikilvægustu pílagrímastöðum Evrópu.

Tómas er nefndur tvíburi í Jóhannesarguðspjalli. Þar er líka getið yfirlýsingar hans að hann vilja fara til Jerúsalem til að deyja þar með Jesú og loks hin fræga frásaga af efasemdum hans um upprisuna. Helgisagnir tengja starf Tómasar við Indland þar sem forn kirkjudeild er kennd við hann. Við Tómas er kennt guðspjall og nokkur önnur rit sem eru forn að uppruna. Tómasarmessa er 21. desember.

Matteus, öðru nafni Leví, var tollheimtumaður áður en hann snerist til fylgdar við Jesú. Við hann er kennt Matteusarguðspjall en ekkert er vitað um ævi hans. Matteusarmessa er 21. september.

Jakob Alfeusson. Ekkert er vitað um þennan postula en stundum er honum ruglað saman við Jakob bróður Drottins, sem var fyrsti biskup í Jerúsalem og Jakobsbréfið er kennt við. Messudagur Jakobs Alfeussonar og Filippusar er 1. maí, tveggjapostulamessa.

Taddeus. Hann er nefndur Júdas Jakobsson hjá Lúkasi og algengara að hann sé nefndur því nafni. Helgisögur greina að hann hafi ásamt Símoni vandlætara haldið til Persíu og prédikað þar og liðið píslarvætti. Júdasarbréf í Nýja testamentinu er kennt við hann. Messudagur hans og Símonar er 28. október (tveggjapostulamessa).

Símon vandlætari nefnist svo af því að áður en hann sneri til fylgdar við Jesú tilheyrði hann flokki svokallaðra vandlætara eða selóta sem var róttækur flokkur gyðinga sem krafðist frelsis af hendi Rómverja. Helgisögur tengja starf hans Taddeusi eða Júdasi Jakobssyni í Persíu eða Íran og eiga þeir sameiginlegan messudag, 28. október.

Júdas Ískariot er síðastur hinna tólf. Hann sveik að lokum meistara sinn í hendur óvina hans og varð svo mikið um misgjörð sína að hann gekk út og hengdi sig.

Postulasagan greinir frá því að eftir upprisu og himnaför Jesú hafi hinir ellefu ákveðið að velja postula í stað Júdasar Ískaríot og völdu þeir Matthías sem engar áreiðanlegar heimildir eru um en messudagur hans er 24. febrúar. Síðar gerðist Sál frá Tarsus eða Páll boðberi kristinnar trúar en hann hafði áður verið ofsækjandi hennar. Páll var sér mjög meðvitandi um að hinn upprisni Kristur hefði kallað sig beinni köllun til að vera postuli og kemur sú meðvitund hans skýrt fram í bréfum hans. Eins og Pétur lét Páll lífið í ofsókn Nerós keisara árið 64 og eiga þeir sameiginlegan messudag 29. júní, Pétursmessa og Páls, og auk þess á Páll sér sérstakan minningardag 30. júní. Önnur Pálsmessa og öllu kunnari er 25. janúar og er þá minnst afturhvarfs hans.

Myndir:


Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hver var lærisveinninn sem Jesús elskaði? Hann kemur oft fyrir í Biblíunni, en ég finn ekki nafnið hans.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.9.2012

Spyrjandi

Anna Helgadóttir, Árni Freyr Gunnarsson, Lovísa Þórunn, Drífa Þöll Arnardóttir

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað hétu lærisveinar Jesú?“ Vísindavefurinn, 27. september 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62548.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2012, 27. september). Hvað hétu lærisveinar Jesú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62548

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað hétu lærisveinar Jesú?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62548>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpað Jesú og fylgjendum hans „með fjármunum sínum“. Þessar konur í hópi lærisveinanna voru María Magdalena, Jóhanna, Súsanna „og margar aðrar“ (Lúk 8.1-3).

Þegar talað er um lærisveina Jesú á fólk gjarnan við þá tólf sem voru í innsta hring (og sjást hér snæða með honum síðustu kvöldmáltíðina). Hugtakið lærisveinar er þó víðtækara. Mynd eftir Juan de Juanes (1523-1579).

Í Lúkasarguðspjalli 24. kafla er sagt frá tveimur lærisveinum sem héldu frá Jerúsalem áleiðis til þorpsins Emmaus að kveldi páskadagsins. Annar þeirra er nafngreindur og sagður heita Kleófas (Lúk 24.18) en ekki er greint frá nafni hins. Fornir ritskýrendur ályktuðu út frá þeirri þögn að sá lærisveinn hefði verið Lúkas guðspjallamaður sjálfur. Í 19. kafla Jóhannesarguðspjalls er nefndur Jósef frá Arimaþeu sem hafi verið „lærisveinn Jesú á laun.“

Í Postulasögunni eru líka nefndir lærisveinar sem sýnir að hugtakið hafi verið notað um þá sem trúðu á Jesú eftir dauða hans og upprisu áður en farið var að tala um þá sem kristna. Í Damaskus var lærisveinn að nafni Ananías (Post 9.10) og í Joppe var „lærisveinn, kona að nafni Tabiþa“ (Post 9.36). Postulasagan segir líka frá því að Páll hafi eftir afturhvarf sitt snúið til Jerúsalem og reynt að samlaga sig lærisveinunum „en þeir hræddust hann allir og trúðu ekki að hann væri lærisveinn.“ (Post 9.26)

Innsti hringur lærisveinanna voru „hinir tólf“ eða postularnir tólf og stundum á fólk við þá þegar það talar um lærisveina Jesú. Orðið postuli þýðir sendiboði og Jesús valdi þá úr hópi hins stóra hóps lærisveina til að vera sendiboðar sínir og sérstakir trúnaðarmenn. Þeir eru taldir upp í guðspjöllunum og greinir Matteusarguðspjall frá þeim á þessa leið:

Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann. (Matt 10.2-4)

Hliðstæðir listar eru bæði í Markúsarguðspjalli (3.16-19) og Lúkasarguðspjalli (6.14-16).

Nokkrar sögur fara af postulunum en þær eru flestar helgisögur.

Símon Pétur, en Pétur, sem þýðir klettur, er auknefni sem Jesús sæmdi hann. Hann var fiskimaður í Galíleu þegar Jesús kallaði hann til fylgdar. Hann var ásamt Jakobi og Jóhannesi Sebedeussonum í innsta hring postulanna og foringi eða leiðtogi þeirra. Hann virðist hafa verið hvatvís og fljótfær og á örlagastundu, þegar réttað var yfir Jesú, afneitaði Pétur meistara sínum. Á hvítasunnunni og fyrstu árum kristninnar var hann helsti talsmaður kristins safnaðar eftir því sem Postulasagan greinir frá. Hann gerðist farandpredikari og nokkuð áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að hann hafi sest að í Róm og liðið þar píslarvættisdauða í ofsóknum Nerós keisara árið 64. Fornir höfundar frá því á annarri öld segja að hann hafi gerst biskup safnaðarins í Róm og telur páfinn sig eftirmann hans. Hátíðisdagur hans, Pétursmessa, er 29. júní (Pétursmessa og Páls).

Andrés var bróðir Símonar Péturs. Hans er getið á fáum stöðum í guðspjöllunum og helgisögur segja hann hafa starfað í Balkanlöndunum þar sem hann hafi liðið píslavættisdauða og helgur dómur hans verið fluttur til Konstantínópel. Sumar heimildir telja að hann hafi stofnað biskupsstólinn í Konstantínópel svo að patríarkinn þar sé eftirmaður hans á sama hátt og páfinn er eftirmaður Péturs. Til eru skoskar helgisögur sem segja helgan dóm hans hafa verið fluttan til Skotlands og varðveittar í bæ sem ber nafn hans St. Andrews og er Andrés verndardýrlingur Skotlands. Merki hans er X laga kross sem einmitt er merki Skotlands. Andrésarmessa er 30. nóvember.

Jesús kallar fiskimennina og bræðurna Símon Pétur og Andrés til fylgis við sig. Málverk eftir Duccio di Buoninsegna (um 1255-1260 – um 1318-1319).

Jakob Sebedeusson var eins og Pétur og Andrés fiskimaður frá Galíleu. Hann leið píslarvætti í Jerúsalem árið 44 eins og frá er greint í Postulasögunni (Post 12.2) og var hann fyrstur postulanna til að verða píslarvottur. Á fyrri hluta miðalda urðu til helgisögur um að hann hefði fyrir píslarvætti sitt prédikað á Spáni og á 9. öld segir að helgur dómur hans hafi fundist á Stjörnuakri í Galisíu og var þar reist kirkja sem brátt varð mikill pílagrímastaður. Borgin heitir Santiago [heilagur Jakob] de Compostella og er gönguleiðin þangað fræg ferðamannaleið, Jakobsvegurinn. Nú á tímum er hún orðin mjög vinsæl og meðal annars gekk Thor Vilhjálmsson hana árið 2005 sem Erlendur Sveinsson gerði kvikmynd um. Jakobsmessa er 25. júlí.

Jóhannes Sebedeusson var bróðir Jakobs og hann, Jakob og Pétur mynduðu eins konar innsta hring postulanna sem urðu vitni að ummyndun Jesú og hann kallaði til að fylgja sér í grasgarðinn að síðustu. Bræðurnir Jakob og Jóhannes hlutu viðurnefnið Boanerges eða þrumusynir. Jóhannes er sennilega líka sá sem í Jóhannesarguðpjalli er nefndur lærisveinninn sem Jesús elskaði og hallaðist að brjósti hans við hina síðustu kvöldmáltíð. Samkvæmt Jóhannesarguðspjalli fól Jesús honum á dauðastundinni að annast móður sína. Helgisögur segja Jóhannes hafa náð mjög háum aldri og verið biskup í Efesus þar sem hann endaði ævi sína sem píslarvottur í ofsókn Dómitíuanusar keisara á 10. áratug fyrstu aldar. Honum er eignað Jóhannesarguðspjall, þrjú bréf í Nýja testamentinu og Opinberunarbókin. Hátíð hans er 27. desember, Jónsdagur eða Jónsmessa í jólum.

Filippus. Lítið er vitað um ævi hans og stundum er honum ruglað saman við annan Filippus sem er getið í Postulasögunni 8. kafla o.v. Ein helgisaga telur Filippus hafa starfað og liðið píslarvætti í Litlu-Asíu. Hátíðisdagur hans er 1. maí sem hann á sameiginlega með Jakobi postula Alfeussyni (tveggjapostulamessa).

Bartólómeus er nefndur Natanael í Jóhannesarguðspjalli og Jesús sagði um hann að hann væri Ísraelíti sem engin svik væru í (Jóh 1.47). Ekkert er vitað um hann en helgisögur segja hann hafa starfað í Armeníu og á Indlandi. Bartólómeusmessa er 24. ágúst.

Dómkirkjan í Santiago de Compostela en samkvæmt helgisögn á gröf lærisveinsins Jakobs Sebedeussonar að vera þar. Í gegnum aldirnar hefur Santiago de Compostel verið einn af mikilvægustu pílagrímastöðum Evrópu.

Tómas er nefndur tvíburi í Jóhannesarguðspjalli. Þar er líka getið yfirlýsingar hans að hann vilja fara til Jerúsalem til að deyja þar með Jesú og loks hin fræga frásaga af efasemdum hans um upprisuna. Helgisagnir tengja starf Tómasar við Indland þar sem forn kirkjudeild er kennd við hann. Við Tómas er kennt guðspjall og nokkur önnur rit sem eru forn að uppruna. Tómasarmessa er 21. desember.

Matteus, öðru nafni Leví, var tollheimtumaður áður en hann snerist til fylgdar við Jesú. Við hann er kennt Matteusarguðspjall en ekkert er vitað um ævi hans. Matteusarmessa er 21. september.

Jakob Alfeusson. Ekkert er vitað um þennan postula en stundum er honum ruglað saman við Jakob bróður Drottins, sem var fyrsti biskup í Jerúsalem og Jakobsbréfið er kennt við. Messudagur Jakobs Alfeussonar og Filippusar er 1. maí, tveggjapostulamessa.

Taddeus. Hann er nefndur Júdas Jakobsson hjá Lúkasi og algengara að hann sé nefndur því nafni. Helgisögur greina að hann hafi ásamt Símoni vandlætara haldið til Persíu og prédikað þar og liðið píslarvætti. Júdasarbréf í Nýja testamentinu er kennt við hann. Messudagur hans og Símonar er 28. október (tveggjapostulamessa).

Símon vandlætari nefnist svo af því að áður en hann sneri til fylgdar við Jesú tilheyrði hann flokki svokallaðra vandlætara eða selóta sem var róttækur flokkur gyðinga sem krafðist frelsis af hendi Rómverja. Helgisögur tengja starf hans Taddeusi eða Júdasi Jakobssyni í Persíu eða Íran og eiga þeir sameiginlegan messudag, 28. október.

Júdas Ískariot er síðastur hinna tólf. Hann sveik að lokum meistara sinn í hendur óvina hans og varð svo mikið um misgjörð sína að hann gekk út og hengdi sig.

Postulasagan greinir frá því að eftir upprisu og himnaför Jesú hafi hinir ellefu ákveðið að velja postula í stað Júdasar Ískaríot og völdu þeir Matthías sem engar áreiðanlegar heimildir eru um en messudagur hans er 24. febrúar. Síðar gerðist Sál frá Tarsus eða Páll boðberi kristinnar trúar en hann hafði áður verið ofsækjandi hennar. Páll var sér mjög meðvitandi um að hinn upprisni Kristur hefði kallað sig beinni köllun til að vera postuli og kemur sú meðvitund hans skýrt fram í bréfum hans. Eins og Pétur lét Páll lífið í ofsókn Nerós keisara árið 64 og eiga þeir sameiginlegan messudag 29. júní, Pétursmessa og Páls, og auk þess á Páll sér sérstakan minningardag 30. júní. Önnur Pálsmessa og öllu kunnari er 25. janúar og er þá minnst afturhvarfs hans.

Myndir:


Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hver var lærisveinninn sem Jesús elskaði? Hann kemur oft fyrir í Biblíunni, en ég finn ekki nafnið hans.
...