Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1895 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?
Páll Jensson er prófessor í verkfræði og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi. Aðgerðarannsóknir fjalla um að gera stærðfræði...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Hver uppgötvaði frumuna?
Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma. Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í ...
Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?
Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...
Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?
Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í vistkerfi Mývatns, til dæmis á fæðuvef vatnsins með því meðal annars að skoða magainnihald fiska eins og hornsílisins (Gasterosteus aculeatus) og fugla. Rannsóknir hafa sýnt að helsta fæða hornsíla eru smávaxnir hryggleysingjar eins og árfætla (Copepod...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir efnaverkfræðingur, er verkefnisstjóri við Efnis-, líf- og orkutæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framkvæmdarstjóri Álklasans. Rannsóknir hennar hafa verið á ýmsum sviðum, allt frá efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva, myndgreiningaraðferða á virkni efnahvata til osmósuvirkjana ...
Hvað gera dýrafræðingar?
Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt. Aristóteles til vins...
Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?
Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?
Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...
Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?
Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...
Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...
Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...
Hvað hlaupa hýenur hratt?
Til eru fjórar tegundir hýena. Þær eru blettahýena (Crocuta crocuta), rákahýena (Hyaena hyaena), brúnhýena (Parahyaena brunnea) og jarðúlfur (Proteles cristalus). Oftast þegar talað er um hýenur er átt við afrísku blettahýenuna enda hefur hún verið hvað mest rannsökuð og kvikmynduð af þessum fjórum tegundum. R...
Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?
Lyfið sem hér um ræðir heitir ivermectin og er flókið sýkingarlyf með margþætta gagnsemi. Það var uppgötvað 1975 og er notað um heim allan gegn margvíslegum ormasýkingum en einnig gegn öðrum sníkjudýrum á borð við kláðamaur. Notkunin einskorðast ekki við menn heldur er lyfið einnig gefið öðrum dýrum, til að mynda ...
Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?
Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...